Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Efast um sannleiksgildi fréttar af verkfallsbroti: „Hvenær er glæpur framinn og hvenær ekki?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Björn Birgisson veltir fyrir sér sannleiksgildum fregna Samstöðvarinnar af meintum verkfallsbrotum starfsmanna á Hótel Lind.

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson skrifaði færslu í gær á Facebook þar sem hann spyr: „Hvenær er glæpur framinn og hvenær ekki?“ Á hinn skeleggi rýnir við frétt Samstöðvarinnar sem Gunnar Smári Egilsson, Sósíalistaforingi er ábyrgðarmaður fyrir. Þar er birt ljósmynd af starfsmanni Dögunnar að fremja meint verkfallsbrot.

Björn segist ekki vera vanur því að trúa öllu sem honum sé sagt og spyr nokkurra spurninga um fréttina og kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um verkfallsbrot að ræða, heldur hafi sannleikurinn vikið fyrir áróðrinum. Færsluna má lesa hér fyrir neðan:

„Hvenær er glæpur framinn og hvenær ekki?

Er að eðlisfari tortrygginn og lítið gefinn fyrir að gleypa hrátt það sem að mér er rétt.
Eftir heimsókn verkfallsvarða á Hótel Lind á dögunum birti Samstöðin – Eflingarstöðin -myndina sem sjá má hér að neðan og þar var fullyrt að um verkfallbrot væri að ræða.
Væntanlega hafa flestir kokgleypt þá ásökun.
Ekki ég.
Nokkrar spurningar:
* Gæti ekki vel verið að starfsfólk frá Dögum hafi verið að störfum á hótelinu löngu áður en verkfall Eflingar skall á og því ekkert sem meinaði því að halda áfram sínum störfum?
* Er líklegt að hafi forráðamenn hótelsins verið með verkfallsbrot að yfirlögðu ráði hafi þeir leyft „nýja“ starfsfólkinu að ganga um í fatnaði sem beinlínis auglýsti þau verkfallsbrot?
* Er líklegt að atvinnurekendur séu svo skyni skroppnir að þeir láti hanka sig á svona svindli, svindli sem leiðir jafnvel til greiðslu skaðabóta, auk vansæmdarinnar af því að hafa verið að fremja svona augljóst verkfallsbrot?
Hafandi velt þessu spurningum upp og leitað svara er niðurstaðan þessi:
Það er afskaplega ólíklegt að hér hafi verið um verkfallsbrot að ræða.
Ritstjóri Samstöðvarinnar hefur hugsanlega metið áróðursgildið meira og nauðsynlegra en að leita eftir sannleikanum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -