Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifaði færslu í dag á Facebook þar sem hún tilkynnir að stjórn Eflingar hafi tekið þá ákvörðun í gær að styrkja Solaris – Hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk, um milljón krónur. Upphæðin verður notuð til að koma Palestínufólki frá Gaza, sem nú þegar hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi. Þá hvetur Efling önnur verkalýðsfélög til þess að leggja verkefninu lið.
Færsluna má lesa hér í heild sinni:
„Í gær tók stjórn Eflingar ákvörðun um að styrkja samtökin Solaris um 1.000.000 króna. Styrkurinn skal notaður til að liðsinna samtökunum við að sækja einstaklinga á Gaza sem fengið hafa dvalareyfi á Íslandi, en hafa beðið mánuðum saman vegna þess að stjórnvöld gera ekki það sem þarf til að koma fólkinu í skjól á landinu okkar.