Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Ísland á gráan lista vegna peningaþvættis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland komið á gráan lista vegna aðgerðarleysis gagnvart peningaþvætti.

 

Ísland er komið á gráan lista FATF yfir þau lönd sem eru undir eftirliti, þar sem þau hafa ekki uppfyllt skilyrði um aðgerðir til að sporna gegn peningaþvætti. Önnur ný lönd á listanum eru Mongólía og Zimbabve, en fyrir voru meðal annars Botswana, Kambódía, Gana, Pakistan, Panama, Sýrland og Jemen.

Fram kemur í samantekt eftir fund FATF í vikunni að unnið sé að aðgerðaáætlun með íslenskum stjórnvöldum til að taka á alvarlegustu vanköntunum.

Kjarninn hefur fjallað ítarlega um málið. Þar kemur meðal annars fram að fjármálaeftirlitið gerði úttektir á íslenskum bönkum árið 2007 þar sem voru gerðar alvarlegar athugasemdir við framkvæmd eftirlits með þvætti. Þeim var ekki fylgt eftir „vegna starfsmannaskorts og sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði.“

Yfirlýsing íslenskra stjórnvalda frá 7. október.

Mannlíf hefur heimildir fyrir því að tölvuverður titringur sé meðal fjármálafyrirtækja vegna fréttanna og þá ekki síður nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að reyna að koma á viðskiptum erlendis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -