Sádi-arabíska flugfélagið hefur aflýst öllu flugi á vegum Air Atlanta fram í maí, samkvæmt heimildum Mannlífs. Félögin sömdu í febrúar um viðamikið áætlunarflug til þriggja ára. Sá samningur hljóðaði upp á 40 milljarða króna.
Sádi-arabíska flugfélagið Saudi Arabian Airlines, eða Saudia, hefur ákveðið að aflýsa öllu farþegaflugi íslenska flugfélagsins Air Atlanta fram í maí, vegna kórónaveirunnar. Þetta herma heimildir Mannlífs. Atlanta hefur fjórtán Boeing 747-400-flug vélar til umráða en helmingur þeirra hefur verið í þjónustu Saudia. Um mikið högg er því að ræða fyrir félagið.
Magnús Ásgeirsson, sölustjóri hjá Atlanta, vildi í samtali við Mannlíf ekki stað – festa þessar fregnir en viðurkenndi þó að Sádarnir væru „búnir að fækka flug ferðum“. „Þetta er allt í vinnslu en ég get ekki staðfest þetta,“ sagði hann þegar á hann var gengið. Magnús sagði enn fremur að ýmsar sögur væru á kreiki en að staðan breyttist hratt þessa daganna. Hann vildi lítið tjá sig um málið en vísaði á forstjóra félagsins, sem var í flugi.
Nýgerður 40 milljarða króna samningur
Aðeins eru rúmar tvær vikur síðan Morgunblaðið greindi frá því að Atlanta væri að ganga frá nýjum samningi við Saudi Arabian Airlines um „blautleigu“ og áætlunarflug til þriggja ára. Blautleigusamningar fela í sér að Atlanta útvegar viðskiptavini sínum þjónustu, í formi vélar og áhafnar, og heldur utan um rekstur vélanna og viðhald. Fram kom að samningurinn væri metinn á 40 milljarða króna.
Samhliða var sagt frá því að Atlanta hefði samið við flugvélaleigufyrirtækið GECAS um langtímaleigu á fimm breiðþotum af gerðinni Boeing 777 og Airbus A330. Til stóð að þær vélar yrðu afhentar í maí og júní.
Haft var eftir for stjóran um, Baldvini Má Hermannssyni, að samningurinn fæli í sér mikil tímamót fyrir félagið. Stórt skref væri stigið í þróun félagsins með innleiðingu nýrra flugvélategunda. Mannlíf hefur ekki upplýsingar um hvaða þýðingu ákvörðun Saudia hefur á nýgerðan samning Atlanta við GECAS. Smitum af völdum kórónaveirunnar hefur fjölgað hratt síðustu daga á Íslandi.
Íslendingar hafa verið ofarlega á lista þjóða þegar hlutfall smitaðra er skoðað en fram hefur komið að það helgist ekki síst að því að hér hefur eftirlit verið meira og fleiri próf gerð en víða annars staðar. Ekki er ljóst hvort þessi tölfræði varð til þess að Saudia greip til þeirra ráðstafana sem hér hefur verið sagt frá.
Miklar væringar í vændum
Óhætt er að segja að uppnám hafi orðið á fimmtudag þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um 30 daga flugbann frá Íslandi og öðrum löndum Schengen. Sérfræðingar sem Mannlíf talaði við áður en Trump tilkynnti um ákvörðun sína sögðu aðeins tímaspursmál hvenær Icelandair myndi þurfa á ríkisaðstoð að halda, til að tryggja rekstur félagsins.
Félagið hefur að stórum hluta byggt starfsemi sína á Ameríkuflugi. Heimildamaður sem gjörþekkir flugrekstur sagði við Mannlíf á fimmtudag að útlit væri fyrir mikinn samdrátt og í kjölfar sameiningar flugfélaga á heimsvísu á næstunni. Mörg flugfélög myndu ekki lifa af það uppnám sem nú skekur heims byggðina. Í slíku um hverfi fælist þó tækifæri fyrir nýja aðila á flugmarkaði.