Eftirlifandi helfarar Nasista segir að ekkert réttlæti morð ísraelska hersins á konum og börnum og vill að Joe Biden hætti að senda Ísrael fjárstuðning.
Marione Ingram, 87 ára eftirlifandi helfarar Nasista var í viðtali í nóvember hjá Democrazy Now fréttamiðlinum en myndbrot úr viðtalinu hefur verið mikið í dreifingu á samfélagsmiðlum þessa dagana, í takt við sífellt stækkandi tölu af látnum börnum á Gaza. Í viðtalinu segist hún hafa verið barn í stríði, hún hafi lifað af sprengingar bandamanna í Hamburg í júlí 1943 og sömuleiðis lifað af helför Nasista. Segir hún að ekkert réttlæti fjöldamorð á börnum, ekki einu sinni hræðilegar árásir Hamas-liða á ísraelska borgara 7. október. „Þetta er sársaukafullt fyrir mig, einhvern sem hefur upplifað allan þennan hrylling sem Gaza-búar eru að upplifa nú, og jafnvel árásir Hamas í Ísrael. En árás Hamas á Ísrael réttlætir ekki slátrun á konum og börnum, sérstaklega ekki á börnum,“ sagði Marione og hélt áfram. „Ég var barn í stríði. Ég hef upplifað alla þessa hluti. Og ég veit fyrir víst að það sem Ísrael er að gera mun ekki enda átökin, heldur þvert á móti stórauka þau. Þetta mun auka andstöðuna. Mér finnst að Biden eigi að hætta alveg að styrkja Ísrael fjárhagslega. Ég held að hann ætti ekki bara að krefjast vopnahlés, heldur þarf hann að fara að hugsa um frið.“
Hér má sjá viðtalsbrotið sem er í dreifingu:
Holocaust survivor Marione Ingram calls for an end to the genocide in Palestine, and says Joe Biden should defund Israel…🇮🇱🇵🇸 pic.twitter.com/fWxRZAv0UA
— Pelham (@Resist_05) December 15, 2023