Steinunn Árnadóttir kom með uppfærslu af „Hryllingnum á höfða“ eins og hún kallar bóndabæinn Höfða í Borgarfirði en bændurnir á bænum hafa verið sakaðir um slæma meðferð á sauðfé á bænum.
Dýraverndarsinninn og orgelleikarinn Steinunn Árnadóttir er óþreytandi sem fyrr í að benda á illa meðferð á dýrum og að því er virðist sinnuleysi stjórnvalda í þeim málaflokki. Undanfarnar vikur hefur hún bent á sauðfé frá bænum Höfða í Borgarfirði sem er á vergangi í sveitinni, um 1200 talsins en samkvæmt heimildarmanni sem Mannlíf talaði við um daginn komast ekki nema 300 kindur fyrir í fjárhúsi bæjarins þó bændurnir þar segi það ósatt, þær komist allar þar fyrir.
Í nýrri Facebook-færslu segir Steinunn að Búfjáreftirlitsmaður Vesturlands sé „búinn að vera á fjórum fótum að reikna út hversu mörg horuð grey kæmust hugsanlega fyrir í húsakosti Hryllingsins.“ Segir hún að niðurstaðan sé sú að 900 kindur eigi að komast þar fyrir. „Sem sé líka í bílaboddíum og kartöflukofanum.“ Steinunn skýtur föstum skotum á sveitastjóra og sveitastjórn Borgarbyggðar og segir „höldum því áfram ró okkar. Ekkert er að fara að breytast.“
Færsluna má lesa hér að neðan.
„Framhald af Hryllingnum á höfða