Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Ég er þó ekki í félagi aldraðra feðra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og eiginkona hans, Eliza Reid, búa við mikið barnalán. Þau eiga saman fjögur börn. Þau eru fædd með tveggja ára millibili, árin 2007, 2009, 2011 og 2013. Hann á eina dóttur frá fyrra hjónabandi. Hún er fædd árið 1994. Mikill aldursmunur er því á yngsta og elsta barni Guðna, eða 19 ár. Guðni segir að börnin tryggi hamingjuna. Það að yngri börnin eru fædd með tveggja ára millibili var ekki skipulagt.

„Við vissum að við vildum búa saman og eiga börn. Ég er þó ekki í félagi aldraðra feðra,“ segir hann og vísar til þess að hann var kominn á miðjan aldur þegar yngstu börnin fæddust.

Guðni tók fjallgöngu með ritstjóra Mannlífs og segir frá æskuárunum, fjölskyldunni og föðurmissinum, forsetaframboðinu og embættinu, mikilvægi lýðheilsu og mörgu fleira.

Ekkert glæsilíf

Margir sjá embætti forseta Íslands í hyllingum og telja líf forsetans og fjölskyldu hans einkennast af glæsileika og í flestu frábrugðið því sem almenningur lifir. Guðni segir að lífið á Bessastöðum sé í raun ósköp venjulegt fjölskyldulíf barnafjölskyldu. Þá njóti hann þess að geta óáreittur farið allra sinna ferða og blandað geði við fólk.

„Ég reyni að flétta saman starf mitt og fjölskyldulíf eftir bestu getu. Það hefur oftast tekist blessunarlega vel en auðvitað verður stundum eitthvað undan að láta. Börnin vita að ég hef skyldur og sýna því skilning. Ég get nefnt sem dæmi að í gærkvöld kom ég fram í sjónvarpsþætti en náði svo að bruna á fótboltaleik með einum syni mínum í Garðabæ. Ég náði síðasta korterinu. Svona kringumstæður gátu nú líka komið upp í mínu fyrra starfi en við Íslendingar búum við það lán að sá eða sú sem gegnir embætti þjóðhöfðingja getur um frjálst höfuð strokið.“

- Auglýsing -

Jafnrétti ríkir á milli hjónanna á Bessastöðum þegar kemur að heimilisverkum og barnastússi. Guðni segist aðspurður kunna á þvottavél heimilisins og önnur þau tæki sem til staðar séu.

„Áður en ég fór á Bessastaði skiptum við verkunum samviskusamlega. Í dag höfum við starfsfólk sem léttir undir með okkur eins og þörf krefur. Við höfum þó meðvitað reynt að láta þessa breytingu á mínum starfshögum ekki hafa of mikil áhrif á okkar daglega líf og höldum börnum okkar utan við sviðsljós fjölmiðlanna.“ segir Guðni, í viðtali við Mannlíf.

Ólafur Darri Ólafsson
Mynd / Hallur Karlsson

Í helgarblaði Mannlífs er einnig viðtal við Ólaf Darra Ólafsson leikara, sem viðurkennir að hann sé fordekraður, feitur og frægur miðaldra karl sem geti grátið yfir BYKO-auglýsingum. Hann segist þola illa frekju og hroka og vill halda í sakleysið í sjálfum sér. Í viðtali við Mannlíf ræðir hann sveiflurnar á leikaraferlinum, meðal annars prufu fyrir stórmyndina Hobbitann þar sem hann segist hafa gert upp á bak

- Auglýsing -
Herra Hnetusmjör. Mynd / Hallur Karlsson

Séð og Heyrt skoðar flúr fræga fólksins.

Í Mannlíf má einnig finna gómsætar uppskriftir úr eldhúsi Gestgjafans, lífstílsefni frá Vikunni, heimili og hönnun frá Hús og hýbýli, viðtöl við tónlistarmenn í Albumm, tísku, skoðanapistil og margt margt fleira.

Gríptu Mannlíf með þér á föstudag og eigðu notalega helgi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -