Í kvöld mun fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða atkvæði um hvort Trump verði ákærður fyrir embættisbrot en Trump er sakaður um að misnota vald sitt og hindra framgang rannsóknar þingsins á því hvernig hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsóknir á málum tengdum Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, og syni hans Hunter Biden.
Í færslu á Twitter segist Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ekki hafa gert neitt af sér. Hann biður fólk um að biðja fyrir sér. „Ég gerði ekkert rangt,“ skrifar Trump m.a. í Twitter-færslu. „Þetta ætti aldrei að koma aftur fyrir forseta,“ bætti hann við.
Verði ákæran samþykkt verður Trump þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem verður ákærður fyrir brot í embætti.
Can you believe that I will be impeached today by the Radical Left, Do Nothing Democrats, AND I DID NOTHING WRONG! A terrible Thing. Read the Transcripts. This should never happen to another President again. Say a PRAYER!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 18, 2019
Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að horfa á umfjöllun CBS News um ákæruna í beinni útsendingu.
Mynd / EPA