Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

„Ég gerði ekkert rangt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í kvöld mun full­trúa­deild Bandaríkjaþings greiða at­kvæði um hvort Trump verði á­kærður fyrir em­bættis­brot en Trump er sakaður um að mis­nota vald sitt og hindra fram­gang rann­sókn­ar þings­ins á því hvernig hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsóknir á málum tengdum Joe Biden, fyrr­ver­andi vara­for­seta Banda­ríkj­anna og nú­ver­andi for­setafram­bjóðanda, og syni hans Hunter Biden. 

Í færslu á Twitter segist Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seti, ekki hafa gert neitt af sér. Hann biður fólk um að biðja fyrir sér. „Ég gerði ekkert rangt,“ skrifar Trump m.a. í Twitter-færslu. „Þetta ætti aldrei að koma aftur fyrir forseta,“ bætti hann við.

Verði ákær­an samþykkt verður Trump þriðji for­set­inn í sögu Banda­ríkj­anna sem verður ákærður fyr­ir brot í embætti.

Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að horfa á umfjöllun CBS News um ákæruna í beinni útsendingu.

Mynd / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -