Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Ég hefi aldrei fengið eina einustu krónu í arð frá Icelandair“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir skemmtir lesendum daglega með dagbókinni sinni frá Tenerife, en í dag greinir hún frá því að hún hafi átt hlut í Icelandair frá árinu 2018. Aldrei hafi hún fengið arð frá félaginu. Hún segir að því hafi verið haldið fram í gær að félagið hafi greitt út milljarð í arðgreiðslur á sama tíma og félagið fékk talsverða styrki vegna COVID. Anna segir að athugasemdir hennar þar sem hún benti á þetta hafi verið eytt.

Hér fyrir neðan má lesa pistil hennar í heild sinni.

Það er fátt tíðinda á laugardagsmorgni. Kannski eðlilegt því ég afrekaði það í gær að gera ekki neitt. Ég hafði ætlað mér að fara í göngu, en nennti því ekki og því fær spikið að vera óátalið á mér næstu dagana. Reyndar fór talsverður tími í að bíða, annarsvegar eftir svari frá Greiðslustofu lífeyrissjóða, hinsvegar frá Pensionsmyndigheten í Östersund, en hvorugt var búið að svara mér í gærkvöldi. Ég mun senda ítrekun á báða staði á mánudagsmorguninn í þeirri von að þeir haldi ekki að um draugagang sé að ræða. Lífeyrissjóðurinn Brú heldur mér hinsvegar upplýstri og er það vel. Þeirra er heiðurinn.

Það er svo ekki til að bæta ástandið að tveir aðilar sem ég þekki og eru staddir hér á eyjunni vildu hitta mig en ég frestaði öllum hittingi þar til um helgina. Verður fínt að hitta önnur hjónin í dag, en hin eftir pönnukökur og vatnsdeigsbollu sunnudagsins, aðfangadags bolludags.

Það er eitthvað að byrja að hlýna hér og viðbúið að hitinn mjakist uppfyrir 20 gráðurnar næstu dagana og veitir ekki af eftir kuldatímabilið að undanförnu. Þessi kuldi dregur úr mér allan vilja til drykkjuskapar og er þá fokið í flest skjól.

Ég er enn að hugsa um hús í Playa Flamenca. Þetta endar með því að ég kaupi og flyt þangað eða ekki. Samt góð fjárfesting.

- Auglýsing -

—–

Í gær birti einhver áróðursplagg sem sýnir Cóviðstyrki til hinna ýmsu fyrirtækja í ferðaþjónustu annars vegar, en arðgreiðslur hinsvegar og þar sem Icelandair átti að hafa fengið milljarða en einnig greitt milljarða í arð. Ég svaraði þessu og benti á að ég hefi átt hluti í Icelandair frá 2018 og aldrei fengið eina einustu krónu í arð. Umrædd athugasemd var falin eða eydd af stjórnanda síðunnar, enda virðist hún ekki hafa fallið að skoðunum viðkomandi aðila. Ég birti hana því hér núna. Hvað önnur fyrirtæki snertir sem nefnd eru á plagginu, þá get ég engu svarað um þau, en ítreka að ég hefi aldrei fengið eina einustu krónu í arð frá Icelandair.

Þar sem búið er að afskrifa mig af íslenskum vinnumarkaði vegna aldurs er þetta í reynd einasti möguleiki minn að taka þátt í íslensku atvinnulífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -