- Auglýsing -
„Ég óttast að heimili mömmu og pabba brenni,“ sagði björgunarsveitamaður í samtali við blaðamann Mannlífs nú í morgun. Foreldrar mannsins hafa verið búsettir í Grindavík en sjálfur býr hann í Garði. Hann stendur nú vakt við gosstöðvarnar en bjarminn frá gosinu sést enn víða í Reykjavík.
Samkvæmt vaktinni á vef Vísis kemur fram að unnið sé að því að bjarga jarðýtum og fleiru sem standa rétt við hraunjaðarinn. Hraunið er um það bil 450 metrum frá nyrstu húsum Grindavíkur þegar fréttin er rituð.