Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir í sambandi við væntanlegar kosningar hér á landi í lok nóvember að „miðað við skoðanakönnun Maskínu í dag nýtast 13 prósent fylgisins vinstra megin ekki til að ná manni – þetta er fylgið sem í könnuninni fer til Pírata, VG, Sósíalista og Græningja.“
Segir í kjölfarið að “enginn þessara flokka nær inn á þing samkvæmt könnuninni.“
Egill er ekki bjartsýnn á gott gengi vinstri flokkanna á Íslandi:
„Horfur vinstri vængsins í þessum kosningum eru ekki sérlega bjartar – þrátt fyrir hið mikla tap Sjálfstæðisflokksins sem virðist vera í kortunum.“