Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Egill furðar sig á orðum Ögmundar: „Ég hélt að menn hafi lært af reynsl­unni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fyr­ir­mynd­in er þekkt, hún var fund­in upp árið 1919 í Versöl­um í lok fyrra heims­stríðs og varð til þess að ala og fram­lengja óvild og hat­ur milli þjóða og varð síðan frjór jarðveg­ur til öfganas­is­mann sem þreifst vel í slíkri mold,“ seg­ir Ögmund­ur Jónasson í sam­tali við mbl.is.og var þá að svara því hvernig honum lítist á tjónaskýrsluna sem á að gera svo hægt verði að rukka Rússland fyrir eyðilegginguna í Úkraínu að stríði loknu. Egill Helgason furðar sér á orðum Ögmundar.

„Ég hélt að menn hafi lært af reynsl­unni,“ sagði Ögmundur ennfremur og hélt áfram „Hvað varðar stríðsskaðabæt­ur er það mesti mis­skiln­ing­ur sem hægt er að hugsa sér að það verði Pútín eða stjórn­völd í Rússlandi sem greiði þess­ar hugs­an­legu stríðsskaða bæt­ur. Það er þjóðin, rúss­neska þjóðin, sem kæmi til með að gera það.“

Egill Helgason fjölmiðlamaður skrifaði færslu við fréttina á Facebook þar sem hann furðar sig á fólki sem hafi áhyggjur af tjónaskýrlunni.

„Alveg er það furðulegur andskoti að menn hafi áhyggjur af því, mitt í grimmri innrás Rússa í Úkraínu, að Rússland þurfi að sæta einhvers konar Versalasamningum að stríðinu loknu. Þetta er ekki beint það sem maður veltir fyrir sér þegar maður horfir á borgir og innviði í rúst, hroðalega eyðileggingu og mannfall og börn sem er stolið frá Úkraínu til ættleiðingar í Rússlandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -