Egill Helgason hæðist að lögreglunni í færslu á Facebook, í kjölfar frétta af handtöku þeldökks manns á aðfangadag.
Mannlíf fjallaði um það í fyrradag að Brian nokkur, frá Kenía, hafi verið handtekinn eftir að lögreglan kom að honum sofandi í bíl en hann hafði gleymt persónuskilríkjum sínum heima. Fjölskylda mannsins vildi meina að ástæða þess að hann hafi verið handtekin sé húðlitur hans en lögreglan þvertekur fyrir það.
Egill Helgason fjölmiðlamaður skrifaði færslu í gær þar sem hann hæðist að lögreglunni en færslan vakti mikla lukku.
Hér er færslan:
„Ég viðurkenni: Ég hef átt það til að dotta stundum í bílnum þegar ég bíð eftir því að frú Sigurveig eða Kári reki einhver erindi. Hef samt aldrei verið spurður um skilríki vegna þessa.“