Föstudagur 21. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Egill hefur litla trú á nýja meirihlutanum: „Borgarstjórnin er ekki sérlega vel mönnuð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Egill Helgason hefur litla trú á nýjum borgarstjórnarmeirihlutanum sem kynnt verður í dag.

Fjölmiðlamaðurinn víðlesni, Egill Helgason skrifaði Facebook-færslu í gærkvöldi þar sem hann óskar nýjum meirihluta í borginni velfarnaðar en segist um leið ekki hafa mikla trú á henni. Segir hann að borgarstjórnin sé einfaldlega ekki vel mönnum og að hæfileikafólk laðist ekki að setu í borginni. Spáir hann því að hinn nýji meirihluti sé „sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn“ en aðeins ef honum tekst að endurnýja sig fyrir næstu kosningar.

Hér má sjá færsluna í heild sinni:

„Ég óska nýjum borgarstjórnarmeirihluta alls hins besta. En um leið er ég ekkert sérlega trúaður á þetta. Traustið til borgarstjórnar er í algjöru lágmarki. Verður að segjast eins og er að borgarstjórnin er ekki sérlega vel mönnuð – hæfileikafólk viðrðist ekki laðast að setu í henni. Borgin er líka stórt skip og mjög erfitt að breyta um kúrs, tekur langan tíma. Litlu hægt að koma í verk sem kjósendur taka eftir á þeim 15 mánuðum sem lifa af kjörtímabilinu. Ég er ekki viss nema að í þessu nýja meirihlutasamstarfi séu nokkur sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að því tilskildu að honum takist að endurnýja sig fyrir næstu kosningar. Um leið held ég að það að vera borgarstjóri í Reykjavík sé erfiðasta, kvabbsamasta og vanþakklátasta pólitíska djobb á Íslandi og öfunda eiginlega engan af því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -