Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Egill Helgason agnúast og vill dansa á götum borgarinnar: „Ég tek ekki 17. júní í Reykjavík í sátt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Egill Helgason sjónvarpsþáttastjórnandi og íbúi í miðbæ Reykjavíkur gagnrýnir hátíðardagskrá borgarinnar. Hann segir í færslu á Facebook:

„Ég tek ekki 17. júní í Reykjavík í sátt fyrr en aftur verður dansað á götum bæjarins um kvöldið.“

Í færslunni deilir hann hlekk að hátíðardagskrá Reykjavíkurborgar. Þar má sjá að formlegri dagskrá lýkur klukkan 17.00 og ekki virðist sem nein kvölddagskrá verði í boði.

Í athugasemd undir færslunni birtir hann til hliðarsjónar gulnaða dagskrá frá hátíðarhöldunum 1971. Á henni gefur að líta að dansað verði frá klukkan hálf tíu fram að slitum hátíðar klukkan tvö að næturlagi.

Hátíðardagskrá 17. júní 1971. Mynd / skjáskot Facebook

Margir fylgjendur Egils eru honum sammála á meðan aðrir benda á að ekki hafi fylgt þessu sérstakur sómi. Því svarar Egill:

„Það var endalaust hneykslast á þessu, man ég. En var krakki bænum að kvöldi 17. júní og man hvað það var dæmalaust hátíðlegt og skemmtilegt. Nú hefur menningarnótt tekið við – og ekki vantar fyllleríið þar. En í seinni tíð var sautjándinn alveg hættur að vera fyllerísdagur.“

- Auglýsing -

Lausnamiðaðir benda Agli á kvölddagskrá Hafnarfjarðarbæjar en þar munu meðal annars Svala Björgvins og Páll Óskar stíga á stokk um kvöldið og skemmta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -