Egill Helgason varar fólk við að versla í Krambúðinni í nýrri færslu á Facebook.
Nú þegar verðbólga er hvað hæst, eru íbúar þessa lands mjög á varðbergi gagnvart dýrum varningi og leita allra leiða til að spara skildinginn. Egill Helgason fjölmiðlamaður varar fólk við því sem hann kallar „dýrasta búð á Íslandi“ og birtir ljósmynd af Krambúðinni. Tekur hann þó fram að verðlagið sé ekki afgreiðlumanninum að kenna.
Færsluna, sem vakti mikla athygli, má lesa hér að neðan:
„Varúð. Dýrasta búð á Íslandi. Það er samt ekki afgreiðslumanninum að kenna að verðlagið er fáránlegt – hann er indæll.“