Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Egill kominn með nóg af túristunum – Hafa tekið yfir miðbæinn og drepið hann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Egill Helgason, fjölmiðlamaður og þjóðfélagsrýnir, hefur aldrei verið í hópi þeirra sem kvarta undan erlendum gestum. Enda má segja að Egill sé brautriðjandi á Íslandi hvað varðar erlenda viðmælendur. Á árunum eftir hrun kom varla vika þar sem Egill ræddi ekki við heimsþekkta spekinga í Silfrinu.

En nú segir Egill að þetta sé orðið of mikið. Miðbærinn hefur glatað því sem gerði hann heilandi. „Ekki er ég á móti túristum – nema kannski þegar þeir eru of margir. En það er pínu dauflegt að fara um íslenska miðbæi og sjá ekkert nema útlendinga – gallaða í útivistarfatnað. Og varla neinn Íslending,“ skrifar Egill og deilir myndinni sem sjá má hér fyrir neðan.

Sitt sýnist hverjum meðal vina Egils. Sumir sammála um ástandið en telja sökudólgana íslenska. „Það er nú varla við túristana að sakast; miklu frekar borgar- og bæjaryfirvöldum sem leyfa Airbnb að vaða uppi óáreitt,“ skrifar einn.

Fjölmiðlamaðurinn Jóhann Hauksson tekur í sama streng. Íslensk græðgi liggi að baki. „Þú ert bara lítið þorp Egill og græðgin býr sig undir féfletta amk 3 millj. túrista ár hvert,“ skrifar hann.

Einn kona segir að sér líði líkt og hún sé aðkomumaður í Reykjavík. „Var túristi sjálf í Reykjavík alla liðna helgi. Það var merkileg lífsreynsla. Heyrðum varla íslensku, alls staðar ávörpuð á ensku, nær öll þjónusta fór fram á ensku þó við jafnvel segðumst aðspurð vera íslensk,“ segir sú.

Annar fjölmiðlamaður, Þorfinnur Ómarsson, bendir Agli á að Íslendingar hópist í miðbæinn, en bara á nóttunni. „Íslendingarnir mæta í bæinn eftir miðnætti. Um helgar.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -