Egill Helgason minnist Ísaks Harðarsonar ljóðskálds og rithöfundar sem lést 12. maí eftir skammvinn veikindi, aðeins 67 ára að aldri. Segir hann Ísak hafa verið í hópi bestu ljóðskálda Íslands.
Á Facebook-vegg sínum birti Egill Helgason fjölmiðlamaður ljóð eftir Ísak og falleg minningarorð. Þau má lesa hér að neðan sem og ljóðið.
„Ísak Harðarson var í hópi bestu ljóðskálda okkar. Hann var góður maður, alltaf leitandi, og ég veit að honum leið oft illa. Hann var líka sagnahöfundur – ég er gríðarlega hrifinn af smásagnasafninu hans Hitanum á vaxmyndasafninu sem var hans síðasta útgefna verk. Ég tárast við tilhugsunina um að Ísak hafi kvatt okkur. Vonandi finnur hann einhvern af stöðunum sem hann yrkir um í ljóðum sínum þar sem er kyrrð og sátt og allt er tært. Hjörleifur Sveinbjörnsson birti þetta kvæði á síðu sinni núna áðan. Vertu kært kvaddur, elsku Ísak. Megi guðinn sem þú leitaðir blessa þig og verk þín.“