Egill Helgason minnist kennara sín úr barnæsku, sem lést á dögunum.
Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason skrifaði falleg minningarorð um gamla kennara hans, Jens Jakobs Hallgrímssonar, á Facebook í gær. Jens lést á dögunum en hann kenndi Agli í gamla Öldugötuskólanum sem í dag er Vesturbæjarskóli.
„Ég hef stundum minnst Jens Hallgrímssonar, enda var hann afbragðs lærimeistari, mildur og vís og í miklu uppáhaldi hjá börnunum í þessum yndislega skóla,“ skrifaði Egill og hélt áfram. „Börn eru kannski ekki mikið að þakka kennurum sínum, eðlilega, þeim er tekið ens og sjálfsögðum hlut, en þegar líður á ævina skilur maður hvað maður á sumum kennurum mikið að þakka. Viðmót, lærdóm, samverustundir. Jólunum í bekknum hans Jens gleymi ég til dæmis aldrei.“
Hér má sjá færsluna í heild sinni:
„Sé að ástkær kennari minn úr gamla Öldugötuskólanum (Vesturbæjarskóla) er látinn. Ég hef stundum minnst Jens Hallgrímssonar, enda var hann afbragðs lærimeistari, mildur og vís og í miklu uppáhaldi hjá börnunum í þessum yndislega skóla. Börn eru kannski ekki mikið að þakka kennurum sínum, eðlilega, þeim er tekið ens og sjálfsögðum hlut, en þegar líður á ævina skilur maður hvað maður á sumum kennurum mikið að þakka. Viðmót, lærdóm, samverustundir. Jólunum í bekknum hans Jens gleymi ég til dæmis aldrei.