Egill Helgason spáir í spilin varðandi komandi alþingiskosningar í nýlegri Facebook-færslu.
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason spyr í nýrri Facebook-færslu hvernig staðan á framboðsmálum flokka séu nú þegar búið er að boða til kosninga í nóvember. Gerir hann ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn muni tefla fram sama fólki og áður en annað sé uppi á teningnum varðandi Miðflokkinn, sem gæti bætt við sig þingmönnum. Spyr hann að lokum hvort Bjarni Benediktsson sé að reyna að „taka Miðflokkinn í bólinu“.
Hér má lesa færsluna í heild sinni:
„Stór spurning er hver sé staðan á framboðsmálum flokka og hversu tilbúnir þeir séu undir kosningar. Það á eftir að raða á lista – já, og setja upp heila kosningabaráttu með öllu tilheyrandi. Maður gerir ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið fljótur í gang með sína margreyndu maskínu? Líklega verður nokkurn veginn sama fólk og áður í framboði þar. En Miðflokkurinn sem eygir möguleika á að ná talsverðum fjölda þingmanna? Þar þarf að koma til skjalanna fjöldi nýliða. Er hugsanlegt að Bjarni sé að reyna að taka Miðflokkinn í bólinu?“