Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.1 C
Reykjavik

Eiður Smári hættur með landsliðið: „Síðasta ár hefur verið mjög krefjandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann og stjórn KSÍ komust að samkomulagi og hættir Eiður um næstu mánaðarmót.

„Áfram Ísland,“ segir Eiður í yfirlýsingu inni á vef KSÍ vegna starfslokanna og bætir við:

„Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hagsmuni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi. Ég vil þakka öllum innan sambandsins fyrir frábært samstarf undanfarið ár. Síðasta ár hefur verið mjög krefjandi bæði innan vallar sem og utan bæði fyrir mig persónulega sem og sambandið.

Eiður hefur verið í þjálfarateymi A-landsliðs karla frá desember 2020, en hann lék á sínum tíma 88 leiki fyrir liðið og skoraði í þeim 26 mörk. Í sumar var Eiður sendur í tímabundið leyfi frá störfum, eftir að Mannlíf greindi frá myndbandi sem var í dreifingu af þjálfaranum á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig: Myndband af Eiði Smára í miðbænum – Hneykslaði vegfarendur með athæfi sínu

Eiður fékk skriflega áminningu frá KSÍ og var sendur í tímabundið leyfi í sumar, eftir að myndband af honum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum

Myndband af Eiði í dapurlegu ástandi að létta á sér í miðborg Reykjavíkur fór sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Eiður sást þar með buxurnar á hælunum, að létta á sér á almannafæri. Hann virðist vera í því ástandi að átta sig illa á umhverfi sínu. Fólki sem varð vitni að atburðinum var brugðið en Eiður er í senn þjóðhetja og starfaði sem þjálfari landsliðs karla og álitsgjafi Símans. Þá var einnig umtalað að Eiður hafi verið undir áhrifum í útsendingu sem knattspyrnusérfræðingur í þættinum Vaktin í Sjónvarpi Símans.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Eiður sagður vera undir áhrifum í beinni útsendingu – KSÍ og Síminn á flótta – Sjáðu atvikið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -