Kjartan Ólafsson líkir andstæðingum laxeldis við djöfulinn.
Í fréttatíma RÚV í gær mætti Jón Kaldal, félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum, til að ræða laxeldi í sjó en stór hluti landsmanna er alfarið á móti slíku laxeldi. Þar gagnrýndi Jón starfsemi þeirra fyrirtækja sem standa á bakvið þessi eldi. Kjartan Ólafsson, einn af eigendum Arnarlax, var vægast sagt ósáttur við Jón og hans orð í fréttatímanum og líkti honum við djöfulinn í Facebook-færslu sem hann birti.
Þar sagði Kjartan:
„:D Á morgun verður svo Kölski sjálfur hjá RÚV og ræðir biblíuna … og kynnir glænýja áróðursherferð“
Með þessu birti hann svo mynd af Jóni Kaldal.