Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Eigandi Ítalíu skuldar starfsfólki laun: „Ég trúi ekki að þetta sé að gerast á Íslandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eigandi veitingastaðarins Ítalía á Frakkarstíg í Reykjavík, skuldar nokkrum fyrrverandi og núverandi starfsmönnum laun. Einn þeirra stígur fram undir nafni og vill fá launin sín.

Salome Berelidze, frá Georgíu skrifaði færslu í gærkvöldi á Facebook-grúppuna Vinna með litlum fyrirvara en hún segir farir sínar ekki sléttar gagnvart veitingastaðnum Ítalía, þar sem hún vann í aukavinnu, þar til nýlega.

Færslan er svohljóðandi (í íslenskri þýðingu):

„Ég ætla ekki að vera nafnlaus núna … ég birti hér öll skjáskotin sem ég hef frá fyrirtækinu sem ég vann hjá en fékk ekki laun … þeir eru bókstaflega að ljúga að mér … og líka að öðru starfsfólki, og þeir borga ekki heldur í stéttarfélagið eða skatta, veitingastaðurinn heitir Italia. Fyrirtækið heitir Opera Service efh… Ég trúi ekki að þetta sé að gerast á Íslandi. Þeir segja að ef við förum með þetta í stéttarfélagið, þá munu stéttarfélagið ekkert gera!!! Haldið ykkur fjarri veitingastaðnum… Þetta er klikkun … „Í stuttu máli“: Ég er að spyrja „framkvæmdarstjórann“ hvenær ég fái launin, hann segist ekki vita það því hann sjái ekki um launagreiðslur, að ég eigi að spyrja endurskoðandann um upplýsingar, hann segir mér að hann geti það ekki… þá spyr ég aftur og er beðin um að brjóta ekki á friðhelgi hans og hringja ekki í einkanúmer hans: hringdi og svaraði af því að hann þekkti ekki númerið mitt, eftir að ég sagði honum hver ég væri, sagðist hann ætla að heyra í einhverjum Björgvini, eftir að ég skrifaði færslu hér undir nafnleynd og sendi skjáskot af færslunni til eigandans, lét hann mig loksins fá tölvupóst þessa Björgvins … ég sendi honum tölvupóst og hann er hissa á að ég sé að senda honum tölvupóst … hann sé ekki einu sinni löggiltur endurskoðandi? Í alvörunni?!!!

Fékk aldrei launaseðil

Mannlíf ræddi við Salome sem staðfestir færslu sína og segist eiga inni um 130.000 krónur. „Ég byrjaði að vinna þar þegar hin nýja Italia opnaði, í lok janúar,“ segir Salome í samtali við Mannlíf, og heldur áfram. „Ég vann þar í aukavinnu en ég er í fullri vinnu á Messanum. Vegna þess að þetta var nýr veitingastaður þá var ég ekki að ýta mikið á að fá samning og ég hef engan samning. Ég vann 2-2-3 kvöldvaktir og um helgar frá opnun til lokunar.“

- Auglýsing -

Salome segist ekki hafa fengið launaseðil eftir fyrsta mánuðinn. „Ég hugsaði bara „ok“, en eftir mánuð númer tvö, spurði ég aftur og framkvæmdarstjórinn sýndi mér launaseðil frá löngu færi, á fartölvu sinni. Ég vildi taka ljósmynd af honum en hann bannaði mér það. Þetta var farið að vera verulega skrítið fannst mér. Þannig að ég sagði þeim að ég ætlaði að hætta en að ég myndi vinna þær vaktir sem var búið að úthluta mér fyrir aprílmánuð. Ég vann þrjá rauða daga í apríl. En í byrjun maí byrjaði allt ruglið.“

Salome segir að þrír aðrir starfsmenn eigi einnig inni laun hjá fyrirtækinu, til dæmis eigi einn inni um 350.000 krónur og annar 300.000 krónur. „En þetta snýst ekki lengur um peninga,“ segir Salome við Mannlíf og heldur áfram: „Heldur um framkomu þeirra við starfsfólkið“. Salome vildi endilega láta það koma fram að hún sé afar þakklát fyrir þann stuðning sem fólk hafi sýnt henni á Facebook.

Tæknileg vandamál

- Auglýsing -

Mannlíf ræddi við eiganda Ítalíu, Elvar Ingimarsson en hann opnaði einnig veitingastaðinn Geitin í Garðabæ í byrjun árs. Mannlíf spurði hann hvort það sé rétt að starfsfólk eigi inni laun hjá honum. „Já það er eitthvað,“ sagði Elvar og hélt áfram: „Það er verið að borga það í dag eða á morgun, þannig að þetta er ekki eitthvað … ég veit ekki hvað henni gekk til, þetta er aukamanneskja sem var látin fara fyrir löngu síðan og átti einhverja tíma inni.“

Mannlíf: „Mér skilst að það séu fleira starfsfólk sem eigi inni laun.“

Elvar: „Já, þetta er lið sem er með okkur alltaf og það er búið að lenda í veseni á staðnum, tæknilega og launakostnaðurinn hækkaði mikið.“

Tölvupóstssamskipti Salome og Elvars.
Skjáskot: Facebook

Þegar Mannlíf spurði Elvar út í tölvupóstssamskipti milli hans og Salome frá 10 maí síðastliðnum, þar sem hann fullyrðir við hana að hún fái greitt þann dag, dæsti Elvar en svaraði svo: „Við klárum þetta. Þetta er í annað skiptið sem þetta gerist hjá okkur, að launin komi seint en það er bara eins og staðar er í dag með þetta, það er bara búið að vera rosalega rólegt og plús við lentum í þessu veseni þarna. Og launakostnaðurinn er svakalegur. Ég var búinn að segja fólkinu frá þessu, vaktstjórunum að þetta verður tough, næstu mánaðarmót, aftur, búið ykkur undir það bara. En þetta lagast nú samt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -