Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Eigandi Tinda ævareiður vegna umfjöllunar RÚV um hnífaárásina: „Þetta er bara lygi og kjaftæði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eigandi sveitabæjarins Tindar á Kjalarnesi er brjáluð út í fréttastofu Ríkisútvarpsins vegna umfjöllun hennar um hnífaárásina sem framin var í næsta húsi á gamlárskvöld.

Hjúkrunarfræðingurinn Halldóra Bjarnadóttir, eigandi sveitabæjarins Tindar á Kjalarnesi segist í samtali við Mannlíf vera brjáluð vegna umfjöllunar RÚV um hnífaárásina sem átti sér stað í næsta húsi við sveitabæ hennar á gamlárskvöld en þar var fullyrt að árásin hafi gerst á gistiheimilinu Tindar. Halldóra og eiginmaður hennar voru með AirBnB-gistingu tl ársins 2019 en árásin gerðist í næsta húsi, þar sem starfsmenn Matfugls hafa búið í áratugi.

„Þetta er bara lygi og kjaftæði og þetta er bara skítafréttamennska hjá RÚV og ég hef verið að djöflast í þeim síðan að fréttin kom. Þetta hefur ekkert með mig eða mína fjölskyldu að gera,“ segir Halldóra í samtali við Mannlíf. Og hélt áfram: „Þeir senda hérna mann með dróna á hlaðið en þetta gerðist í næsta húsi, á milli fimm og sex í gær en tala ekki einu sinni við okkur, við vorum hérna inni og sonur minn var hérna úti. Og svo bara mynda þeir heimilið mitt en þetta er einkaland og það stendur skýrum stöfum á innganginum á heimreiðinni að þetta sé einkaland. Ég er ekki með leigu frá Reykjavíkurborg, þetta er bara mitt prívat einkaland og það er öll óviðkomandi umferð bönnuð.“

Segist Halldóra enn vera mjög æsta vegna málsins. „Þú heyrir það, ég er ennþá æst, ég hef verið að hella mér yfir þá á RÚV, bæði í dag og í gær. Ég hringdi um leið og þetta gerðist í gær.“ Sagðist hún einnig hafa hringt eftir að fyrsta fréttin birtist um árásina og beðið ungan starfsmann RÚV um að þetta yrði leiðrétt sem sagðist ætla að leiðrétta fréttina. Sagði hún að fréttakona RÚV hafi síðan hringt í sig og sagst heyra að hún væri mjög æst. „Ég sagði „Já, myndir þú vilja láta fjalla svona um heimilið þitt?“,“ segir Halldóra og bætir við: „Ég get sagt þér það, ég er brjáluð. Og ég ætla með þetta lengra. Ef ég opna gistiheimilið mitt aftur, er þetta bara atvinnurógur. Myndir þú bóka þig inn á svona gistiheimili? Ég held að persónuverndarreglur og svona drónamyndir og annað, hljóti að gilda um fleira en skólana.“

Segir Halldóra, sem er nú á leið til útlanda, að hún hafi verið í símanum frá því að fréttir af árásinni birtust enda eigi þau hjónin fjölmarga vini sem höfðu áhyggjur.

Halldóra tekur sérstaklega fram að hún þekki ekki starfsmenn Matfuglar sem búið hafa í næsta húsi en að hún geti varla hugsað sér betri nágranna. „Þessir starfsmenn hafa búið við hliðina á mér í 25 ár og það hefur aldrei verið vesen á þeim, aldrei. Ég hef einu sinni heyrt þá halda partý, fyrir um 20 árum síðan. En þetta er ljúfasta fólk sem ég hef átt sem nágranna, það er aldrei vesen á þeim og þeir eru kurteisir.“

- Auglýsing -

Mannlíf heyrði einnig í framkvæmdarstjóra Matfugls, sem staðfesti að árásin hafi verið gerð á heimili starfsmanna fyrirtækisins. Aðspurður um líðan þeirra svaraði hann: „Ja, ég veit að hún er í lagi allavegana“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -