Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-2.8 C
Reykjavik

Ein elsta fiskverslun landsins opnuð á ný: „Fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fiskbúðin við Sundlaugaveg verður opnuð aftur á næstu vikum eftir að hafa verið lokað skyndilega í vor.

Það eru félagarnir Aron Elí Helgason og Egill Makan sem standa að opnun Fiskbúðarinnar við Sundlaugaveginn á næstu vikum en verslunin er elsta fiskverslunin á Höfuðborgarsvæðinu en í húsnæðinu hefur verið rekin fiskbúð frá árinu 1947.

„Markmiðið er að opna á næstu tveimur vikum. Þarnæstu viku mögulega. Það á til dæmis eftir að taka eitthvað út hjá heilbrigðiseftirliti. Það er margt búið að vera eins þarna í mörg ár og við erum að reyna að strauja þetta aðeins,” segir Aron Elí Helgason annar eigandi verslunarinnar í samtali við Vísi.

Segir hann að þeir félagar hafi áður skoðað að kaupa aðra fiskverslun í Hafnarfirði en þá hafi þessi fiskverslun lokað og leitað var að nýjum rekstraraðilum. Hafi þeir því ákveðið að stökkva á tækifærið í stað þess að opna verslun í Hafnarfirði.

„Það kom mér á óvart því ég þekkti til þarna. Þetta er stór og flott verslun á góðum stað og mér fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu.“

Í morgun tilkynnti Aron Elí gleðifréttirnar í Facebook-hópnum Laugarneshverfi og viðbrögðin létu ekki á sér standa en íbúar eru afar ánægðir með fréttirnar.

- Auglýsing -

Að sögn Arons Elís má búast við því að margt óbreytt í versluninni en þó ekki allt en að ferskur fiskur verði í boði auk þess sem reynt verður að bjóða upp á meira úrval af réttum en áður þekktist.

„Ég reikna með að það verði eitthvað aðeins öðruvísi. Meira úrval af réttum og nýlegri áhersla eins og er í nútíma fiskbúðum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -