Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

„Eina gaypride gangan sem ég hef farið í var á Litla-Hrauni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Eina gaypride gangan sem ég hef farið í var á Litla-Hrauni eitt árið þegar nokkrir fangar tóku sig saman og voru með bæði íslenskan- og Regnbogafánann, og gengu „hringinn“ á bak við húsið. Það var sérstakt og örugglega einstakt á heimsvísu.“

Þetta skrifar Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu en hann sat í fangelsi í sextán ár fyrir fíkniefnasmygl. Líklega eru fáir afbrotamenn á Íslandi sem hafa snúið lífi sínu jafn vel við og Guðmundur. Í dag vinnur hann hjá Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og segist sérstaklega heppinn með yfirmenn.

„Einn af yfirmönnum mínum á Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hringdi í mig í dag í smá uppnámi og sagðist hafa tekið eftir því að ég væri að vinna um helgina og það væri gaypride. Hún vinnur aðeins á virkum dögum og spurði hvort hún ætti ekki að taka vaktirnar mínar svo ég gæti skemmt mér um helgina á gaypride.  Ég var yfir mig ánægður með hugulsemina! Minn vinnustaður er í farabroddi í stuðningi við hinseginfólk og minnihlutahópa almennt,“ skrifar Guðmundur á Facebook.

Hann segist tilhugalíf samkynhneigðra hafa tekið stakkaskiptum meðan hann sat inni. „Ég sagði henni að hafa ekki áhyggjur af mér. Ég væri búinn að vera hinseginn svo lengi að á þeim tíma þegar maður vildi kynnast öðrum manni hefði maður þurft að auglýsa í einkamáladálki Morgunblaðsins og láta áhugasama senda raunverulegt bréf með bréfpósti merkt xxxxx til Morgunblaðsins,“ segir Guðmundur.

Þetta hafi allt breyst til hins betra. „Gay lífið á Íslandi hefur breyst svo mikið í gegnum tíðina – til hins betra – og má það þakka fjölda fólks og samtaka, en alls ekki mér enda hef ég bara verið á Spáni eða í fangelsi á meðan þetta hefur verið að þróast,“ segir Guðmundur.

„Ég stefni samt á að taka meiri þátt í framtíðinni og hver veit nema ég verði í göngunni á næsta ári, í þröngum glimmergalla. Allavega, ég sé um að vera fulltrúi hinsegins fólks hjá Velferðarsvið Reykjavíkurborgar á vakt um helgina – á meðan aðrir skemmta sér. Gleðilegt Pride elsku Ísland.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -