Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Einar bjargaði líklega mannslífi með því að æfa í 50 klukkutíma: „Einar minn. Það er ótrúlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fulltrúi Píeta samtakanna sagði svo að það væri ekki hægt að lýsa með orðum hvað væri búið að gerast í samfélaginu undanfarna daga: „Við finnum þetta um allt land. Vitundarvakningin sem varð í þessu verkefni, Einar minn. Það er ótrúlegt.“ Einar safnaði ekki bara peningum sem eiga eftir að nýtast Píeta samtökunum vel. Fólk sem fylgdist með honum hafði líka samband við Píeta og leitaði sér hjálpar og þar með var markmiði náð.“

Svo segir í stöðufærslu líkamsræktarstöðvarinnar Afrek þar sem farið er yfir niðurstöðu aflraunar Einars Hansberg. Hann lauk í gærkvöldi 50 klukkutímum af viðstöðulausum æfingum. Tilgangurinn var göfugur því með þessu vildi Einar vekja athygli á mik­il­vægu starfi Píeta-sam­tak­anna á Íslandi. Kveikjan af þolrauninni var andlát móðurbróður Einars sem lést fyrir ári síðan, einungis 56 ára.

Líkt og fyrr segir þá telja samtökin að átak Einars hafi jafnvel bjargað mannslífi þar sem fólk leitaði sér hjálpar eftir að hafa fylgst með honum. Hér fyrir neðan má lesa færslu Afreks í heild sinni en þar kemur jafnframt fram hvernig sé hægt að leggja málefninu lið.

Takk fyrir okkur, Einar!

Eins og Einar sagði sjálfur þegar fagnaðarlátunum lauk eftir síðustu réttstöðulyftuna klukkan 17.57 á sunnudag: Auðvitað þarf maður ekki að grilla á sér líkamann í 50 klukkutíma til að sýna að maður sé góð manneskja. Hann ákvað samt að gera það fyrir málefni sem skiptir máli.

Fulltrúi Píeta samtakanna sagði svo að það væri ekki hægt að lýsa með orðum hvað væri búið að gerast í samfélaginu undanfarna daga: „Við finnum þetta um allt land. Vitundarvakningin sem varð í þessu verkefni, Einar minn. Það er ótrúlegt.“

- Auglýsing -

Einar safnaði ekki bara peningum sem eiga eftir að nýtast Píeta samtökunum vel. Fólk sem fylgdist með honum hafði líka samband við Píeta og leitaði sér hjálpar og þar með var markmiði náð.

Við í Afreki erum ótrúlega þakklát fyrir að fá að hýsa þetta verkefni og taka þátt í því með Einari, fjölskyldu hans og vinum. Við munum aldrei gleyma þessum dögum.

Við fyrstu sýn leit þetta út fyrir að vera bara hraustur maður að framkvæma margar og krefjandi æfingar í langan tíma en á þessum 50 klukkustundum tókst Einari að kjarna algjörlega það sem þurfti að koma á framfæri: Verum til staðar fyrir hvort annað, hlustum. Hann sýndi okkur að sterkir strákar gráta, þiggja aðstoð og halda áfram. Og auðvitað orðaði hann þetta best sjálfur uppi á kassa í Skógarhlíð eftir 50 klukkustunda puð: „Við erum ekki bara hér fyrir okkur sjálf, heldur erum við hérna fyrir aðra líka.“

- Auglýsing -

Takk fyrir að leyfa Afreki að vera hluti af þessu verkefni, Einar — að æfa í 50 klukkutíma er rosalegt afrek en mesta afrekið er að vera með svona risastórt hjarta

Píeta-sím­inn er op­inn all­an sól­ar­hring­inn: 552-2218

Reikn­ings­núm­er sam­tak­anna fyr­ir frjáls fram­lög: 0301-26-041041, Kt: 410416-0690

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -