Einar Steingrímsson stærðfræðingur og samfélagsrýnir er ekki hrifinn af Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda og bendir á tengsl hennar við Hrunið.
Hinn orðhagi stærðfræðingur, Einar Steingrímsson skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann minnir Facebook-vini sína á fortíð Höllu Tómasdóttur sem var framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs fyrir Hrun. Vitnar hann í færslu sinni í orð Höllu frá árinu 2007, þar sem hún talar um höft og íþyngjandi reglur sem verði „aflétt af öllum atvinnuvegum“.
Hér má lesa færslu Einars:
„Halla Tómasdóttir var í forystu útrásarkórsins fyrir hrun. Hefur hún eitthvað sagt núna um afstöðu sína í þessum málum, þar sem stjórnvöld áttu að þjóna hagsmunum víðskiptalífsins (þ.e.a.s. þeirra sem eiga það) en fjármagns- og fyrirtækjeigendur hins vegar að fá bara að ráða því sem þeir vildu?:“Stjórnvöld og viðskiptalífið vinni að langtímauppbyggingu ímyndar Íslands.“ „Höftum og íþyngjandi reglum verði aflétt af öllum atvinnuvegum og viðskiptalífinu verði í auknum mæli gefinn kostur á að setja sér sjálft reglur“.“