Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Einar minnist Önnu Kolbrúnar: „Hún tók stærri áskoranir í lífinu en flest okkar þurfa að gera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrum þingmaður Miðflokksins, var borin til grafar í dag. Einar Birgir Kristjánsson frá Eskifirði, skrifaði falleg minningarorð um vinkonu sína á Facebook.

Einar gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta minningarorðin en þar minnist hann sérstaklega á fjallgöngu sem þau fóru saman í á Tenerife um árið. Færsluna má lesa hér að neðan.

„Í dag er borin til grafar Anna Kolbrún Árnadóttir. Önnu Kollu kynntist ég fyrst í gegnum starf Framsóknarflokksins, okkar kynni og samvinna varð nánari og meiri þegar við ásamt fleira fólki, stofnuðum Miðflokkinn. Það var gaman að vinna með Kollu, hún var samviskusöm og dugleg. Hún tók stærri áskoranir í lífinu en flest okkar þurfa að gera. Læt ein mynd fylga af göngu sem við gegnum í fjalllendi Tenerife, man eins og gerst hefði í gær hvað hún var ánægð með að hafa klárað þessa göngu. Finnst það lýsa hennar persónleika vel, ekkert að kvarta en gladdist yfir hverri áskorun sem að baki var. Við eigum eftir að taka debata síðar. Elsku Jón Bragi, Gerður, Árni og fjölskylda. Sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur

Einar og Árný“

Mannlíf sendir einnig samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Önnu Kolbrúnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -