Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Einar neitar ekki að vera sá sem kærði Maríu og Semu: „Einhver hlýtur að vera með lekt þak hjá sér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einar S. Hálfdánason, hæstaréttalögmaður og faðir Diljár Mistar, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, neitar að segja hvort hann sé huldumaðurinn sem kært hefur Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Kemp. Konurnar hafa nú verið kærðar fyrir að beita mútum við að bjarga palestínskum fjölskyldum sem fengið höfðu dvalarleyfi hér á landi, frá bráðri lífshættu, með því að koma þeim yfir landamærin til Egyptalands og til Íslands.

Samstöðin fullyrðir í frétt sinni að huldumaðurinn sé hæstaréttalögmaðurinn Einar S. Hálfdánarson en hann er faðir Diljár Mistar, þingkonu Sjálfstæðisflokksins.

Í samtali við Mannlíf vildi Einar hvorki segja af eða á hvort hann sé sá sem kært hefur konurnar tvær. „Mér finnst ekki rétt að staðfesta eitthvað, ef rétt væri sko. Mér finnst ekki rétt að þegar menn eru að leggja fram kærur í málum, að kærandinn sé gerður að einhverju atriði í því máli, heldur hinir brotlegu. En ég ætla ekkert að tjá mig um það. En hins vegar hvernig svona fer á flug, það er mikið spursmál. Einhver hlýtur að vera með lekt þak hjá sér, ef svo færi. Það hlýtur að vera þannig.“

Aðspurður hvort hann vildi hvorki staðfesta af eða á að hann sé kærandinn svaraði Einar: „Nei, af því að mér finnst að brotið sé það sem eigi að fjalla um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -