Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Einar sakar Jónas Sen um einelti: „Láti af mykjudreifingu yfir íslenska tónlistarmenn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fátt hefur verið rætt jafn mikið hjá íslenskum tónlistarmönnum undanfarin sólarhring en dómur sem Jónas Sen birti um tónleika sem söngkona Bríet hélt síðustu helgi. Dómurinn þykir nokkuð neikvæður og fengu tónleikarnir aðeins tvær og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. Margt tónlistarfólk hefur í gegnum tíðina þótt Jónas vera of neikvæður þegar hann gagnrýnir verk annarra.

Tónlistarmaðurinn Einar Scheving er einn af þeim sem kann ekki að meta skrifa Jónasar og sakar hann meðal annars um einelti í sinn garð.

„Nokkuð hefur verið rætt á samfélagsmiðlum í dag um ósmekklega gagnrýni Jónasar Sen um jólatónleika Bríetar. Allir sem eitthvert vit hafa á tónlist átta sig á því að Bríet er ein af hæfileikaríkustu tónlistarkonum sem við Íslendingar eigum og lætur hún því vonandi þetta niðurrif Jónasar sem vind um eyru þjóta,“ skrifar Einar í færslu á Facebook.

Meint aðför að Einari

„Það er jákvætt að fólki sé misboðið skrif sem þessi, en staðreyndin er sú að þessi dapurlegi mykjudreifari hefur farið mun óvægari höndum um fjölda annarra listamanna í gegnum tíðina. Stóra vandamálið er sennilega hversu umburðarlyndir Íslendingar eru gagnvart niðurrifi og einelti og það er ekki fyrr en þeir sem eru „heppnir“ með dóma frá honum hætta að hampa þeim á samfélagsmiðlum að niðurrifið og eineltið missir flugið.

Þótt Jónas hafi aldrei skrifað um neina af mínum tónleikum, þá tók hann þátt í einelti í minn garð síðastliðið sumar með beinum og óbeinum hætti. Já, einelti kallast sú aðför sem undirritaður varð fyrir í hinu stórundarlega jazz-Lúkasarmáli, sem óþarfi er að rifja upp frekar. Og ef ég skyldi dirfast að halda tónleika í nánustu framtíð, þá ætla ég að biðja mykjudreifarann Jónas Sen um að halda sig víðs fjarri, enda er hann ekki velkominn,“ en sú aðför sem Einar vísar til í færslunni er sú að fyrr á árinu sakaði jasstónlistarmaðurinn Sunna Gunnlaugsdóttir hann um að vera karlremba en ekki liggur fyrir hvernig Jónas Sen tengist því máli.

„Fyrir mörgum árum kenndi Jónas elsta syni mínum á píanó. Það var ekki yfir neinu að kvarta, enda virtist Jónas samviskusamur kennari og náði hann ágætlega til sonar míns. Ég vona því að hann haldi sig við þann starfsvettvang sem greinilega hentar honum vel, en að hann láti af mykjudreifingu yfir íslenska tónlistarmenn,“ skrifar trommarinn svo að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -