Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ein­ar segir af sér í SÁÁ: „Svaraði aug­lýs­ingu þar sem í boði var kyn­líf gegn greiðslu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ein­ar Her­manns­son hef­ur sagt af sér for­mennsku í SÁÁ. Frá þessu grein­ir Ein­ar í til­kynn­ingu til fjöl­miðla.

„Fyr­ir nokkr­um árum svaraði ég aug­lýs­ingu á net­inu þar sem í boði var kyn­líf gegn greiðslu. Sú hegðun er ófyr­ir­gef­an­leg en ég taldi mér rang­lega trú um að þau sam­skipti væru graf­in og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyr­ir SÁÁ. Ljóst er hins veg­ar að umræða um þetta mál er ein­ung­is til þess fall­in að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem formaður,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Ein­ars.

„Ég iðrast að hafa farið þessa leið og að hafa valdið fjöl­skyldu minni sárs­auka vegna hegðunar minn­ar. Bið ég alla þá sem málið varðar af­sök­un­ar á fram­ferði mínu,“ seg­ir þar enn­frem­ur.

Ein­ar Her­manns­son var kjör­inn formaður SÁÁ í júní 2020, en þá hafði hann bet­ur í kjör­inu gegn Þór­arni Tyrf­ings­syni með 32 at­kvæðum gegn níu.

Átök höfðu verið innan SÁÁ fyrir komu Einars og sagði Einar þegar hann var kosinn 2020 að niðurstöðurnar hefðu bent til þess að fólk hefði vilji sjá breytingar.

Einar Hermannsson vann áður við álfasölu og rekstur spilakassa.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -