Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Einar skammar ríkissáttasemjara: „Þú ert með þessu í raun að taka verkfallsréttinn af Eflingu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einar Steingrímsson stærðfræðingur sendi póst á Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara þar sem hann skammar hann vegna sáttamiðlunina sem hann slengdi fram í gær.

Svo virðist sem þjóðin sé klofin í afstöðu sinni gagnvart sáttamiðlun ríkissáttasemjara sem hann sagði frá í gær en hann hefur undanfarið reynt að miðla málum í deilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Á meðan einhverjir furði sig á vilja forystu Eflingar til að fara í verkfall eru aðrir sem finnst Aðalsteinn ganga of langt með sáttamiðlun sinni. Einar Steingrímsson stærðfræðingur er einn þeirra. Birti hann póst á Facebook sem hann sendi á ríkissáttasemjara en hann má lesa hér:

„Sæll Aðalsteinn

Mér hafði hingað til sýnst þér farast vel úr hendi að vera ríkissáttasemjari, enda man ég hvað mér fannst áhugavert að heyra þig tala um sáttamiðlun þegar við vorum báðir í HR. En nú er ég gapandi hissa. Kannski hef ég misskilið eitthvað og/eða að fréttaflutningurinn hefur verið misvísandi.
Hvernig getur þú kallað það málamiðlunartillögu að leggja fram tilboð annars samningsaðila, SA? Hvernig ertu með því að gera nokkuð annað en að ganga erinda SA grímulaust, og það gegn lægst launaða fólki landsins, sem vinnur mörg mikilvægustu störfin?
Og hvernig vogarðu þér að beita þessu vopni þínu, sem er nánast útilokað að Eflingarfélagar geti varið sig gegn (þar sem 25% félagsmanna þurfa að hafna tillögunni til að hún verði felld, en slík þátttaka er afar sjaldgæf)?
Þú ert með þessu í raun að taka verkfallsréttinn af Eflingu, sem þú hefur engan siðferðilegan rétt til að gera, og ég efast um að túlkun þín þar um á lögum standist, enda er í lögum gert ráð fyrir að verkföll séu leyfileg verkfæri verkalýðsfélaga. Það er búið að boða verkfall, en engin verkföll eru hafin, og einhverjar vikur í það, tími sem þú hefðir átt að nota til að vinna vinnuna þína. Sé það rétt hjá þér að deilan sé í óleysanlegum hnút sem stendur þá á eftir að sjá hver viðbrögð SA yrðu við lögmætu verkfalli. Það er úrræði sem verkalýðsfélög hafa, og sem þú hefur ekki rétt til að koma í veg fyrir fyrirfram.
Bestu kveðjur,
Einar Steingrímsson“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -