Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Einar Þor­steins­son frétta­maður á RÚV er hættur störfum: „Erfitt að kveðja ykkur vini mína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er erfið á­kvörðun því frétta­­stofan er mitt annað heim­ili og það er erfitt að kveðja ykkur vini mína. Ég get því miður ekki sagt ykkur strax frá því hvert ég er að fara en það skýrist fljót­­lega. En ég hætti sem sagt í dag,“ er haft eftir Einari.

Einar Þor­steins­son, frétta­maður á RÚV til margra ára og einn af stjórn­endum Kast­ljóss, hefur sagt upp störfum og lætur hann af störfum í dag. Kjarninn greinir frá þessu og vísar í skila­boð sem Einar sendi til sam­starfs­manna sinna á RÚV fyrr í dag.

Í skila­boðunum, sem Kjarninn vísar í, segist Einar hafa á­kveðið að þiggja starf sem honum bauðst fyrir skömmu.

Einar hefur verið á­berandi í fréttum og frétta­tengdum þáttum á RÚV á undan­förnum árum og vakið at­hygli fyrir bein­skeytt við­töl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -