Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Einar Þorsteinsson tekur við undirskriftarlista um Elísabetarstíg: „Í húsinu skrifaði ég 26 bækur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einar Þorsteinsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur tekur á móti undirskriftarlista borgara sem vilja sjá Elísabetarstíg verða að veruleika. Verða undirskriftirnar afhentar í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun klukkan 10:20.

Samkvæmt tilkynningu sem Mannlífi barst, telja undirskriftirnar rúmlega 1100 kvenna og karla sem vilja að stígur sem gert er ráð fyrir á milli Sólvallargötu og Hringbrautar, hljóti nafnið Elísabetarstígur en Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og skáld bjó í áratugi í hverfinu.

Í tilkynningunni segir eftirfarandi:

Nú er gert ráð fyrir stíg sem lægi milli Sólvallagötu og Hringbrautar, hann þá myndi þá skera í sundur gömlu húsin við Framnesveg og risabyggingu sem verið er að reisa á gamla Bykóreitnum. Mikil mótmæli urðu við þessa risabyggingu sem þótti úr stíl við gamla og töfrandi bæjarmynd, ásamt því að skerða sólarlagið.

Stíginn átti að kenna við Pétur Hoffmann og kalla hann Hoffmannsstíg. Nú er Hoffmann löngu farinn undir græna torfu og auk þess einn af hinum hundruðum karla sem götur hafa verið kallaðar eftir í áranna rás. 

Hoffmann var frægur fyrir að gramsa í fjörunni eftir allskyns dóti sem hann kallaði gull. Hvað um það; Hofmann var skrítinn og skemmtilegur karl. En hvað um skrítna og skemmtilega konu!? Elísabet Jökulsdóttir hafði búið í sínu Töfrahúsi einsog nágrannar hennar kölluðu húsið hennar.

- Auglýsing -

Hún átti það til að stilla allskonar hlutum útí gluggana, björgunarhringjum, skilti þarsem á stóð Mundu töfrana, þjóðbúningadúkkum, gyðjum ogsvfrv. Hún klæddist síðum rósóttum kjól og dansaði kringum Ufsaklett þegar hann stóð á umferðareyju. Á meðan hún bauð fólki í kaffi á steininum. Kveikti ljós í klettinum á áramótum. Sinnti stundum börnum sem áttu bágt í hverfinu. Börn komu og bönkuðu uppá og spurðu: Hver býr hér, mikið er þetta fallegt hús.

Og þannig urðu ævintýrin til hvert af öðru. En þarna bjó Elísabet í þrjátíu ár ásamt sonum sínum, gefum henni orðið: 

„Í húsinu skrifaði ég 26 bækur, í húsinu skrifaði ég leikrit í 30 ár, það var sama leikritið: Mundu töfrana. Ég fór í áfengismeðferð og fékk nýtt líf, ég fór á geðdeild og fékk nýjan skilning á lífinu, ég fór í forsetaframboð og fékk skilning á sjálfri mér og þjóðinni. Ól upp strákana mína og eldaði óteljandi kjötsúpur en þeir færðu óteljandi pizzur inní húsið. Svo lék lúðrasveit á tröppunum.“

- Auglýsing -

Með undirskriftunum fylgja undursamlegar athugasemdir þar sem fólk lýsir yfir ótvíræðum og fallegum stuðningi við tillöguna. Hér má sjá nokkrar þeirra:

„Það er full þörf á að fá götuheitið Elísabetarstígur á götu sem yrði þá fyrir vikið full af töfrum.“ Þóra Gylfadóttir

„Elísabetarstígur er eina rétta nafnið á þessa götu. Stórskáld og mest litríkasta manneskja landsins.“ Arnfríður Einarsdóttir

„Mér finnst þetta.“ Sigurður Ingólfsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -