Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Einbýlishús með einu stærsta DVD-safni landsins sett á sölu – Stytta af frægu illmenni í stofunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sumir telja eign á DVD-myndum sé furðuleg á tímum Netflix, Disney+ og fleiri streymisveitum en eigendur Helgadalsvegar 10 virðast vera mjög ósammála því fólki ef marka má fasteignaauglýsingu af eignunum. Húsin á lóðinni eru bæði til sölu og er þar að finna eitt stærsta safn DVD-mynda á landinu. Þá er stytta af Darth Maul í stofunni í hinu húsinu en hann er frægt illmenni úr Star Wars seríunni. Greinilega mikill kvikmyndaáhugi á þessu heimili sem staðsett er í Mosfellsdal.

„Stærra einbýlið skiptist í forstofu, 3 baðherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, gang, skrifstofu, 3 svefnherbergi, sjónvarpshol, tvöfaldan bílskúr og gufubað. Auka einbýlið skiptist í forstofu, 2 svefnherbergi, eldhús, stofu, hol og 2 baðherbergi,“ segir í fasteignaauglýsingunni um húsin. Ásett verð fyrir húsin tvö er 250 milljónir króna.

Ekkert er skrifað um hvort hægt sé að kaupa DVD-myndirnar og styttuna með húsunum.

Hægt er að skoða allar myndirnar af húsinum hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -