Sumir telja eign á DVD-myndum sé furðuleg á tímum Netflix, Disney+ og fleiri streymisveitum en eigendur Helgadalsvegar 10 virðast vera mjög ósammála því fólki ef marka má fasteignaauglýsingu af eignunum. Húsin á lóðinni eru bæði til sölu og er þar að finna eitt stærsta safn DVD-mynda á landinu. Þá er stytta af Darth Maul í stofunni í hinu húsinu en hann er frægt illmenni úr Star Wars seríunni. Greinilega mikill kvikmyndaáhugi á þessu heimili sem staðsett er í Mosfellsdal.
„Stærra einbýlið skiptist í forstofu, 3 baðherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, gang, skrifstofu, 3 svefnherbergi, sjónvarpshol, tvöfaldan bílskúr og gufubað. Auka einbýlið skiptist í forstofu, 2 svefnherbergi, eldhús, stofu, hol og 2 baðherbergi,“ segir í fasteignaauglýsingunni um húsin. Ásett verð fyrir húsin tvö er 250 milljónir króna.
Ekkert er skrifað um hvort hægt sé að kaupa DVD-myndirnar og styttuna með húsunum.
Hægt er að skoða allar myndirnar af húsinum hér