Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

„Eineltið var hræðilegt áfall; ég skynjaði hvað þetta var hryllilegt ofbeldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýútkomnu Kraftaverki er viðtal við Kristinn Ágúst Friðfinnsson, en sonur hans Friðfinnur hvarf í fyrravetur.

„Friðfinnur var alla tíð mjög ljúfur drengur og ég segi það ekki bara af því að hann er farinn. Ég sagði það líka þegar hann var á meðal okkar. Hann var alveg einstaklega ljúft og gott barn en hann var líka næmur og viðkvæmur og mjög listrænn. Mannkostir hans voru miklir og ég vil nefna réttlæti, kærleika, elskusemi og miklar, heitar og góðar tilfinningar gagnvart fjölskyldu og vinum. Þetta var alveg einstakt. Eitt það síðasta sem ég sagði við hann var að ég hefði aldrei á ævinni kynnst eins góðu eintaki af manni eins og honum.

Friðfinnur lærði á píanó þegar hann var strákur og spilaði eins og engill stór og flókin verk og djassaði meira að segja. Hann var strákurinn sem lýsti upp umhverfi sitt í jólaboðum og samkvæmum fjölskyldunnar. Hann settist gjarnan við píanóið og níu til tíu ára spilaði hann lög fyrir alla. Svo fór hann að æfa sund og náði þar alveg einstökum árangri en hann var fimmfaldur Íslandsmeistari og einn af bestu flugsundsmönnum á Norðurlöndum. Hann lofaði mjög góðu.“

Kristinn segir að Friðfinnur hafi verið lagður í einelti í æsku. „Hann var ekki sá sem lamdi frá sér; svoleiðis börn eru frekar lögð í einelti. Ég held nú að sumir sem gerðu það hafi átt í einhverjum erfiðleikum þegar upp var staðið; mér hefur sýnst það. Eineltið var hræðilegt áfall; ég skynjaði hvað þetta var hryllilegt ofbeldi. Ég var alltaf að hvetja Friðfinn til að gera þetta upp og rétt áður en hann hvarf var hann búinn að nefna við mig að nú vildi hann fara að vinna í þessum málum með sálfræðingi.“

Lesa má viðtalið í heild sinni hér að neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -