Mánudagur 4. nóvember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Einkamálaauglýsing í Bændablaðinu reyndist grín sem gekk of langt – Íhuguðu að skipta um símanúmer

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Ósk Helgadóttir á það til að hrekkja fólk en á dögunum gekk grínið aðeins of langt. Það sem byrjaði sem létt spaug við eldhúsborð heima hjá foreldrum vinkonu hennar, hefur breyst í andhverfu sína.

Helga, sem býr á Egilsstöðum, var að gantast í vinkonu sinni ásamt foreldrum vinkonunnar, og reyna að finna leiðir fyrir hana til að ná sér í maka. Datt þá Helgu í hug að senda inn einkamálaauglýsingu í Bændablaðið og var hlegið að þeirri hugmynd. En Helga ákvað að gera alvöru úr hugmynd sinni og sendi inn einkamálauglýsingu í Bændablaðið. Í auglýsingunni, sem sjá má hér fyrir neðan, er sagt að 26 ára myndarleg kona, sjúkraliði á Austurlandi, auglýsi eftir maka sem allra fyrst. Hún hafi brennandi áhuga á köttum, því ætti hundafólk að sleppa því að hafa samband. Auglýst er eftir fólki á milli 26 ára og 32. Þá er tekið fram að foreldrar hennar séu „komnir með upp í kok af því að hún sé einhleyp og vantar foreldra fleiri barnabörn sem eru ekki loðbörn.“ Undir auglýsinguna birti Helga símanúmer foreldra vinkonunnar. Og akkurat það er ástæðan fyrir því að grínið súrnaði hratt eftir birtingu auglýsingarinnar.

Sími foreldranna hefur ekki stoppað síðan auglýsingin birtist á dögunum og hafa foreldrarnir íhugað að skipta um símanúmer, slíkt hefur álagið verið. Faðirinn vinnur á sjúkrabíl og þarf að hafa símann lausan ef ske kynni að hann yrði kallaður út.

Helga skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hún vildi árétta að auglýsingin sé grín og að hún standi á bakvið þetta, ekki foreldrar vinkonunnar.

„Hallo ! Mig grunar að þó nokkuð margir hafi seð þessa auglysingu úr Bændablaðinu og halda eflaust flestir að foreldrar stelpu greysins hafi sent þetta inn til þeirra en það er ekki tilfellið! Ég sendi þetta inn um vinkonu í gríni sem hefur gengið aaaaðeins of langt!!!

Parturinn um foreldrana er algjör uppspuni af minni hálfu!“

- Auglýsing -

Mannlíf ræddi lauslega við Helgu sem er full eftirsjár vegna grínsins. Segir hún að álagið á foreldrana hafi verið gríðarlegt undanfarið. „Sko allar útvarpsstöðvar landsins eru búnar að reyna að hringja ásamt því að gefa upp símanúmer foreldranna i beinni.“ Þá hafi ótal vonbiðla sent skilaboð á samfélagsmiðlanna og boðið sig fram en að sögn Helgu er vinkonan hæstánægð með að vera ein með köttunum sínum.

Aðspurð hvort búið sé að banna hana inni á heimili foreldranna svaraði hún: „Jú,jú, þau hafa fyrirgefið mer en vinkonan ekki alveg.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -