Í morgun kom upp mikill bruni í hús á Amtmannsstíg og var allt slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins kallað á vettvang.
„Það er strax vitað þegar að boðin koma að það er töluverður reykur að koma frá húsinu. Mjög fljótlega fáum við að vita að það er einstaklingur inni á miðhæðinni. Þá ákváðum við strax að fara í lífbjörgun,“ sagði Guðjón Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is um málið. Björgun einstaklingsins var sett í forgang frekar en að slökkva eldinn.
Tókst að bjarga manninum úr húsinu og var hann fluttur á bráðamóttöku en ekki er vitað um ástand einstaklingsins. Samkvæmt Guðjóni tók það slökkviliðið 15 til 20 mínútur að slökkva eldinn í húsinu en þrjár hæðir eru í húsinu og kom eldurinn upp á jarðhæð. Ekki liggur fyrir um eldsupptök en mikið tjón varð á húsinu.