Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Einn fluttur á bráðamóttöku eftir eldsvoða: „Þá ákváðum við strax að fara í líf­björg­un“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í morgun kom upp mikill bruni í hús á Amtmannsstíg og var allt slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins kallað á vettvang. 

„Það er strax vitað þegar að boðin koma að það er tölu­verður reyk­ur að koma frá hús­inu. Mjög fljót­lega fáum við að vita að það er ein­stak­ling­ur inni á miðhæðinni. Þá ákváðum við strax að fara í líf­björg­un,“ sagði Guðjón Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is um málið. Björgun einstaklingsins var sett í forgang frekar en að slökkva eldinn.

Tókst að bjarga manninum úr húsinu og var hann fluttur á bráðamóttöku en ekki er vitað um ástand einstaklingsins. Samkvæmt Guðjóni tók það slökkviliðið 15 til 20 mínútur að slökkva eldinn í húsinu en þrjár hæðir eru í húsinu og kom eldurinn upp á jarðhæð. Ekki liggur fyrir um eldsupptök en mikið tjón varð á húsinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -