Í dagbók lögreglu er sagt frá þeim málum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í dag
Tilkynnt var um vinnuslys á verkstæði í Árbænum, einn maður var fluttur á bráðamóttöku, til frekari skoðunar með, áverka á höfði og hálsi.
Einn maður var handtekinn í Garðabæ, vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var laus að lokinni skýrslutöku. Þá var tilkynnt um þjófnað úr verslunum í Hafnarfirði og Garðbæ.
Ökumaður var stöðvaður í akstri í miðbænum fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar. Það var afgreitt með sekt á staðnum. Alls voru 121 mál bókuð hjá lögreglu í dag.