Karlmaður um fertugt er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skotvopni, sem fannst á þaki Laugalækjarskóla í Reykjavík í gærkvöld samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni
„Maðurinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu síðdegis, en hann er talinn hafa komið skotvopninu fyrir á áðurnefndum stað. Svo virðist sem tilviljun hafi ráðið því, en til rannsóknar hjá lögreglu er óskylt mál sem maðurinn er grunaður um aðild að. Skotvopnið tengist því máli, en vopnið hafði verið mjög stutt á þaki skólans áður en það fannst.
Við vopnafundinn vöknuðu eðlilega áhyggjur margra en ekki verður séð að maðurinn, sem er í haldi lögreglu, hafi neina tengingu við þetta skólasamfélag svo því sé einnig komið á framfæri.“