Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Eiríkur er látinn fyrir aldur fram – Einn vinsælasti útvarpsmaður landsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn aðeins 52 ára að aldri. Eiríkur fæddist þann 28. september 1969 í Bolungavík. Eftir hann liggja fjöldinn allur af skáldverkum og þjóðfélags- og menningarumfjöllunum.

Eiríkur útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla. Eiríkur starfaði sem þáttastjórnandi á Rás eitt og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni.

Fyrsta bók Eiríks, 39 þrep á leið til glötunar, kom út árið 2004. Árið 2008 kom út bók Eiríks um skáldskap Steinars Sigurjónssonar, Nóttin samin í svefni og vöku, en Eiríkur ritstýrði endurútgáfu heildarverka Steinars þetta sama ár. Þá skrifaði Eiríkur ritdóma og tímaritsgreina um menningu, bókmenntir og samfélag. Skáldsagan hans 1983 var svo tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2013. Síðasta verk Eiríks kom út árið 2018 og ber heitið Ritgerð mín um sársaukann árið.

Í frétt á Vísi má nálgast viðtal við Eirík sem birtist í október árið 2018, en þar ræddi Vísir við Eirík í tilefni af útkomu bókar hans Ritgerð mín um sársaukann.

Eiríkur lætur eftir sig einn son, Kolbein Orfeus og stjúpdóttur, Vöku Blöndal.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -