Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Einstæð móðir í 12 ár á biðlista eftir félagslegu húsnæði – Borgar þrjár milljónir á ári í leigu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í starfi mínu fæ ég að heyra sögur úr Hinni Reykjavík. Í Hinni Reykjavík ríkir ekkert góðæri, heldur húsnæðisóöryggi, fátækt og basl. Líkt og það að leigja fyrir 250 þúsund krónur á mánuði. Á fjórum mánuðum gerir það EINA MILLJÓN. Svona er veruleikinn og honum þarf að breyta,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og stjórnandi þáttarins Hin Reykjavík.

Sanna fékk til sín Anítu Da Silva Björnsdóttur en hún var í 12 ár á biðlista fyrir félagslegu húsnæði. Þeir sem bíða eftir félagslegu húsnæði þurfa að endurnýja umsókn sína á ársfresti en Aníta segist að lokum hafa gefist upp, 530 manns eru nú á biðlista.

Aníta er öryrki og því ekki í stéttarfélagi, hún hefur ekki kost á að leigja í gegnum leigufélög og er því föst á hinum almenna leigumarkaði. Hún borgar nú um 250 þúsund krónur á mánuði, á fjórum mánuðum borgar hún því milljón í húsaleigu.

Aníta, eins og margir aðrir, kemst ekki í gegnum greiðslumat fyrir húsnæðisláni. Hún fordæmir ríkisstjórnina fyrir að leggja ekki meiri áherslu á leigumarkaðinn, þær íbúðir sem byggðar eru henti ekki þeim sem eru í mestu neyðinni. „Það er ekkert verið að byggja fyrir öryrkja, láglaunafólk eða einstæða foreldra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -