Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Eiríkur Ingi lifði einn af sjóslys: „Hefði verið mikill munur að hafa einhvern með sér heim“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiríkur Ingi Jóhannsson, fyrrverandi sjómaður og núverandi forsetaframbjóðandi, á að baki sára lífsreynslu og sannkallaða kraftaverkasögu. Hann komst einn af þegar togarinn Hallgrímur SI fórst í aftakaveðri á milli Íslands og Noregs. Þá skyldi hársbreidd á milli lífs og dauða. Þrír félagar hans fórust. Seinna var hann í einu aðalhlutverka þar sem dauðaslys varð og hann reyndi að koma til bjargar.

Eiríkur Ingi er gestur Sjóarans og segir sögu sína í fyrri hluta viðtalsins.

Reynir spyr Eirík Inga hvort hann hefði á einhverjum tímapunkti fengið samviskubit yfir að hafa verið sá eini sem hafi lifað af sjóslysið, eins og sumir lenda í. „Maður verður auðvitað að passa sig þegar maður lendir í svona áföllum og slysum, að dvelja ekki á einhverjum neikvæðum punktum í sér, sem geta látið mann líða verr,“ svarar Eiríkur Ingi. „En auðvitað fór maður aftur og aftur og aftur í gegnum aðstæður, hvað hefði ég getað gert og slíkt,“ heldur Eiríkur áfram.

Eiríkur segir að þetta sé engum um að kenna, sjóslysið. „Það er engin sektarkennd í þessu því þetta er bara slys. Þetta er ekkert mér að kenna frekar en öðrum sem voru um borð. Auðvitað er margt sem við hefðum getað gert öðruvísi en það er alltaf þannig þegar maður horfir á hlutina aftur á bak, þá ertu fyrirséður og veist hvað er að fara að gerast. Þá er auðvelt að hugsa, „Ég hefði átt að gera þetta og þetta“. En kannski miðað við aðstæður gerðist þetta eins vel og hægt var. En það hefði verið mikill munur að hafa einhvern með sér heim.“

Reynir spyr Eirík Inga hvort lífsbjörg hans hefði verið heppni eða vegna kunnáttu hans á sjónum.

Eiríkur Ingi: „Heppni? Ég meina, ég er heppinn að vera á lífi. Heppinn að hafa bjargast.“ Segir hann að tæknin hafi einnig bjargað honum, báturinn hafi sent frá sér merki til að gefa sirka út staðsetningu svo þyrluleitarmenn gátu komist á vettvang.

- Auglýsing -

Sjá má viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -