Sunnudagur 27. október, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Eiríkur vill ekki auka fjölda meðmælenda: „Icesave sýndarleikur til að róa lýðinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiríki Inga Jóhannssyni finnst best að liggja úti í móa með lambakótilettu í hendinni og njóta friðarins. Þá heldur hann í vonina um að finna ástina aftur en hann segist hafa sleppt mörgum góðum konum á lífsleiðinni, því sálin hafi ekki verið tilbúin í ástina. Þá segir Eiríkur að Icesave-kosningin hafi verið sýndarmennska.

Uppáhaldsstaður á Íslandi?

Hjartað slær fastast í Hrútafirði, þar sem útsýnið að Tröllakirkju blasir við mann á tröppunum.

Á forseti að sitja lengur en tvö kjörtímabil?

Ef það er góður maður í brúnni þá er best að hafa hann þar. 

Hvaða breytingar viltu sjá á stjórnskipan Íslands?

Stjórnarhefðin hefur ríkt of lengi og tímabært að borgarar landsins eigi forseta sem raðar í ríkisráð af fagmennsku og það helst utan þings svo það ríki sjálfstæði í öllum þremur valdsviðum landsins. Með þessu vinnst það lýðræði sem lagt var upp með gerð stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.


Hver er þinn uppáhaldsforseti?

Það er enginn sem stendur þar fram úr í mínum minnum af forsetum í minni lífstíð öll hafa þau sitt ágæti. Vigdís var glæsileg, Ólafur mikill reisnarmaður og Guðni hjarthlýr.

Finnst þér að gera eigi kröfu um fleiri fjölda meðmælenda frambjóðenda til embættis forseta Íslands?

Ef svo yrði af, væri það mestu aðför að lýðræði landsins.  

Þetta er mál sem er oft snúið út í einhverja höfðatölu útreikinga. 
Mín skóðun er sú að Stjórnaskráinn ættlast til að það liggji ákveðinn vinna á bak við meðmælenda söfnun og að sú vinna sé unnin af frambjóðandanum sjálfum og að meðmælendur sé safnað á pappír, það segir sig sjálft að ekki þurfti að tilgreina að þetta væri söfnun á pappír enda var ekki um neitt annað að ræða þá. Þessi vinna er ekkert minni í dag en var við stöfnun lýðveldisins. Það sem mætti breyta er kemur að forseta kosningum í stjórnaskráni er að mínu mati.

5 gr. „Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst á pappír 1500 kosningarbærra manna og mest 3000 í heild“ í stað (Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000)

„Sá, sem hefur náð meiri hluta greiddra atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti“ í stað  (Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti).

Með þessum breytingum hefur frambjóðandi lagt sig fram samkvæmt hugmyndafræði stjórnaskrána og frambjóðandi þarf að hafa meiri hluta atkvæða á bak við sig til að verða rétt kjörinn.  þetta er þá unnið með forkosningun sem endar í tvíhliðakosningu ef skilyrði nást ekki í forkosningunni.


Einnig þarf að gera skilyrði á rafrænni söfnunni að frambjóðandi þurfi að skila inn 500 pappírs meðmæli sem söfnuð hafa verið í „eigin persónu“ til að fá aðgang að rafrænni söfnun. 
Með þessum þrem breytingum væri lýðræði tryggt og virðulegri framkvæmd á framboðum.

Ef að tillögur um hækkun á meðmælafjölda verði að veruleika þá er sama og engin von á framboðum frá þeim sem eru efna minni eða hafa ekki aðgang að styrktar aðilum. það vil ég engan vegin sjá gerast.

Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?

Gott fólk með sterkt siðferði sem er ekki peninga hyggið.

- Auglýsing -

Hver er uppáhalds tónlist þín?

Ég er voðaleg alæta á tónlist. Þetta ræðst allt eftir aðstæðum og eftir tilfinningaástandi. Eins núna við þessi skrif væri gott að hafa eitthvað sem rífur mann upp 🙂

Hefurðu neytt ólöglegra fíkniefna?

Það hef ég aldrei gert og hef svo sem aldrei drukkið áfengi, tók stutta prufu á áfenginu á unglings árum en átti aldrei neikvæða upplifun á eigin drykkju, Mér fannst þetta bara ekkert spennandi og var mikið heilsufars pælari, sá engin rök falin í því að það væri gott að hella í sig. Hef heldur aldrei reykt eða neitt álíka. Sykurinn er mín fíkn og er að vinna mér úr því.

Gerði Ólafur Ragnar Grímsson rétt með því að beita neitunarvaldinu á sínum tíma?

Ég verð líklega ekki vinsæll á þessu svari en látum vaða.


Er varðar Icesave þá virðist þetta hafa verið sýndarleikur líklegast til að róa lýðinn sem var í miklu upp námi sem eðilegt var enda var hrunið hræðilegt fyrir flesta og margur fór ílla af. Af hverju segi ég þetta sýndarleik? Niðurstaðan á Icesave kosningunum hefði aldrei haft neina þýðingu á borgun þessara skulda og skuldbindingu Íslands við erlendu kröfuhafana þar sem ísland er bundið þessum milliríkjasamningum og ef það hefði ekki náðst úr þrotabúunum upp í þessar skuldir þá væri annar veruleiki til staðar, ekki hefði gengið að lemja hnefann í borðið og segja við borgum þetta ekki og þrjóskast í gegnum greiðslufall sem mundi svo hvíla yfir ríkið um ókomna tíð og engin lánalína opin eftir það. Sem betur fer var til fyrir skuldunum og þetta mál tilheyrir sögunni nú og Icesave-hetjan stendur sem sögulegur sigurvegari þessa máls.


Hver var stærsta stundin í lífi þínu?

Hver einasti dagur sem ég vakna upp og veit að ég á mína að enn og fæ fleiri stundir með þeim.

- Auglýsing -

Hver eru mestu vonbrigðin?

Svara þessu vonandi ekki 2 júní!

Fallegasta ljóðið?

Ég ætla ekki að ljúga fólki hér og segjast hafa eitthvað vit eða minni á einhverju fallegu ljóði, þau eru mörg eflaust en ekki föst í mínu minni, þetta er ekki mín sterkasta hlið.

Besta skáldsagan?

Ég hef voðalega gaman af sögum um sigur vanmáttugra yfir þá máttugri hvort það sé Íþróttir, sci-fi eða annað. Engin ein mynd stendur þar fram úr.
Gamlinginn var samt helvíti góður.

Hvað er það besta við Ísland?

Ferskleikinn, kaldi vindurinn sem blæs gegnum hárið og frískar líkamann, sjávarlyktin sem er einkennandi fyrir landið, það lyktar ekki allur sjór eins. Vatnið kalda sem er besta lífsgjöfin að hafa og að liggja í móanum og hlusta á lífið í kringum sig, helst með lamba kótilettu í hendi og njóta friðsins.

Kanntu á þvottavél?

Við skulum vona það á fjögur börn, en já ég hef þvegið af mér frá 13 ára aldri.

Ef þú ættir eina ósk, Íslendingum til hagsbóta, hver væri hún?

Ríkisvald allra landsmanna en ekki útvalda, þetta fer í þá átt ef við eignumst forseta sem raðar faglega í ríkisráð.

Að þínu mati, hvert er helsta hlutverk forseta Íslands?

Starfslýsinginn er í stjórnaskráni sem forsetinn sver eið til og honum ber að vinna samkvæmt henni og vera forseti allra landsmanna.

Borðarðu þorramat?

Eitt að því sem sem mér þykir væntast um er að fara á þorrablótið á Borðeyri og sjá sveitungana sína og borða sig vel saddan af þorramat.

Ertu rómantísk/ur?

Ég hef nú verið einhleypur lengi, út frá þeim árangri mætti áætla að svo er ekki. Ég held þó alltaf í vonina að það náist að koma báli á þessum glóðum af rómatík í mér og verða ástfanginn að nýju, kannski er það karma að svo hefur ekki nást enda margar góðar konur sem maður sleppti taki á þegar sálin var ekki tilbúin í ást.


Í stuttu máli; hvers vegna ætti að kjósa þig til embættis forseta Íslands?

Vonandi finnur fólk með sér að ég er gæddur þeim kostum sem verða þjóðinni til sóma og ákveðinn í að vinna að auknu lýðræði og gæta náungans.

Mannlíf lagði spurningalista fyrir þeim frambjóðendur sem náð hafa lágmarksfjölda meðmæla, svo þjóðin fái að kynnast þeim betur. Munu svör frambjóðendanna vera birt á næstu vikum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -