Laugardagur 4. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Eitt furðulegasta sakamál Íslandssögunnar – Tveir vegfarendur komu að Gunnari látnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Leigubílstjóri fannst í morgun með skotsár í hnakka, þar sem hann sat í bifreið sinni með vélina í gangi á Laugalæk á móts við Laugalækjar- skóla, og sneri bíllinn í suður, að nýju sundlaugunum. — Þegar lögreglan kom á staðinn, virtist sem maðurinn væri með lífsmarki, en þegar komið var með hann á slysavarðstofuna, reyndist hann látinn. Ekkert skotvopn fannst á staðnum, en hins vegar tómt skothylki, og því auðsætt, að maðurinn hefurverið myrtur.

Lögreglunni barst tilkynning í morgun um kl. 7,15 í síma, að eitthvað myndi athugavert við mann, sem sæti 1 bílstjórasæti leigubíls frá Hreyfli. Maðurinn, sem gerði lögreglunni viðvart, taldi þá, að bílstjórinn væri látinn.

Hins vegar sýndist lögreglumönnunum bílstjórinn hreyfa sig, þegar þeir komu á staðinn. Var hann fluttur á slysavarðstofuna, en það var þá um seinan,“ sagði í forsíðufrétt fréttablaðsins Vísis þann 18.janúar árið 1968.

Leigubílstjórinn var hinn 43 ára Gunnar Sigurður Tryggvason. Tveir vegferendur komu að Gunnari látnum í leigubíl sínum og tilkynntu til lögreglu. Fljótt var ljóst að um morð væri að ræða.

Bíll Gunnars var í gangi og ljósin á þegar lögregla kom á vettvang en ringt hafði mikið sem gerði rannsóknarfólki erfitt með að finna vísbendingar.

„Um síðustu ferðir Gunnars er það vitað, að hann var kvaddur til húss við Skálholtsstíg til þess að taka þar farþega um kl. 3.15 í fyrrinótt. Farþeginn hefur verið yfirheyrður og segist hann hafa látið Gunnar aka sér beina leið heim til sín og styður kona farþegans þann framburð. Bílstjóri frá Hreyfli segist hafa séð bifreið Gunnars við Hreyfilsstaurinn á mótum Sundlaugavegar og Hrísateigs um kl. 4, en Gunnar hafi verið farinn frá staurnum, þegar leigubílstjórinn ók þar fram hjá fimm mínútum síðar. Annar leigubílstjóri hefur gefið sig fram, sem telur sig hafa séð bifreið Gunnars aftur við staurinn kl. 4.40 til kl. 4.45. Kann því einhver að hafa fengið Gunnar í akstur á tíma- bilinu frá kl. 4.05 til kl. 4.40,“ sagði í Vísi, degi eftir morðið.

- Auglýsing -

Gunnari var lýst sem góðum og reglusömum einstaklingi, hann bjó með föður sínum. Bróðir Gunnars sagði í viðtali eftir málið að hann gæti ekki hugsað sér að Gunnar ætti neina óvini eða að það væri neinn sem vildi gera honum neitt illt. Leigubílstjórar hjá Hreyfli tóku sig saman og buðu 100 þúsund krónur fyrir upplýsingar um morðingja Gunnars.

Þrátt fyrir mikla rannsókn leið árið 1968 án nokkura vísbendinga um hver hefði getað orðið Gunnari að bana, alveg þangað til í mars árið 1969:

„Rannsóknarlögregla virðist konin á rétta sporið til að upplýsa morðið á Gunnari Tryggvasyni leigubílstjóra. Maður einn hefur nú verið handtekinn, grunaður um morðið. Er þetta leigubílstjóri og fannst byssa af sömu gerð og morðið er talið framið með í hanzkahólfi á bíl leigubilstjórans. Bílstjóri þessi var um árabil starfsmaður á hóteli einu í borgnni og var mjög handgenginn hótelstjóranum. Hótelstjórinn átti eitt mesta byssusafn í eigu íslendings en svo gerðist þaö fyrir alllöngu síðan að byssa hvarf úr safninu, fágæt byssa, sem talið er að sé ekki f eigu annarra manna hérlendis. Með þessari byssutegund er talið að Gunnar heitinn Tryggvason hafi verið skotinn.

- Auglýsing -

Hinn grunaði var af einhverjum ástæðum kallaður fyrir í sambandi við rannsókn á morðinu. Bar hann þá að hann ætti ekki byssu ög alls ekki af þeirri gerð sem um var að ræða. Nú mun hann hins vegar hafa gefið fáránlega skýringu á því hvers vegna byssan fannst í fórum hans,“ sagði í frétt Vísis þann 10.mars árið 1969. Hjón sem keyptu legubíl mannsins fundu byssuna þegar þau þrifu bílinn. Þegar maðurinn kom og ætlaði að sækja eigur sínar neituðu hjónin að láta hann hafa byssuna og leituðu til lögreglu.

Maðurinn neitaði sök en var settur í gæsluvarðhald. Byssan var send í rannsókn hjá bandarísku alríkislögreglunni og var þar staðfest að um sömu byssu var að ræða og var notuð í morðinu á Gunnari. Maðurinn sagðist hafa stolið byssunni til að selja hana, hann var sýknaður í dómi fyrir morðið á Gunnari. Enn í dag telst málið vera óleyst.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -