Þriðjudagur 4. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Eitt prósent líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni 2032: „Kannski er best að slökkva á fréttunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ef sagan kennir okkur eitthvað þá kennir hún okkur að það gerist alltaf eitthvað óvænt og stórt. Lítum á nokkur dæmi. Hver hefði trúað því að við færum að tala um innrás og Grænland í sömu andrá? Hver hefði trúað því að við færum í alvörunni að tala um hættuna á yfirtöku gervigreindar á mannkyninu? Eða hættuna á að Golfstraumurinn myndi gera Ísland óbyggilegt?“ Þannig hefst Facebook-færsla Ágústs Ólafar Ágústssonar, lögmanns, hagfræðings og fyrrverandi varaformanns Samfylkingarinnar. Þar talar hann um þá áhugaverðu tíma sem við mannfólkið lifum á um þessar mundir. Hann heldur áfram:

„Og hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að öll landamæri heimsins myndu lokast á nokkrum dögum vegna heimsfaraldurs? Eða að stríð myndi blossa aftur upp í Evrópu og fasistar og jafnvel nasistar yrðu aftur kosnir á þing víða um heim? Að Trump yrði endurkjörinn?“

Að lokum bendir Ágúst Ólafur á frétt sem birtist í morgun, sem er nokkuð óhugguleg, og segir að kannski sé best að hætta að lesa fréttirnar og fara í göngu með hundinn:

„Og nú síðast í morgun bárust fréttir að það væru 1% líkur að stór loftsteinn myndi lenda á jörðinni jólin 2032 (sem eru víst jafnmiklar líkur og að sulla kaffibolla á sig um leið og maður hefur klætt sig…og það svo sannarlega gerist…)

Kannski er best að slökkva á fréttunum og fara bara út að labba með hundinn.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -