Laugardagur 4. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Eitt undarlegasta mannshvarf Íslandssögunnar – Framkvæmdastjórinn sem hvarf sporlaust

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Teitsson var fæddur 14.janúar árið 1908 í Þýskalandi. Hann hét áður Max Robert Heinrich Keil en tók upp nýja nafnið þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1930. Í síðari heimsstyrjöldinni var hann handtekinn og sendur úr landi vegna upprunalands síns.

Hann hafði þá kynnst eiginkonu sinni, Helgu Þorsteins og áttu þau tvö börn saman. Þegar stríðinu lauk hélt fjölskyldan aftur til Íslands og eignuðust hjónin tvö börn til viðbótar, þau settust að í Kópavogi.

Magnús var framkvæmdastjóri hjá Málningu hf. Hann stofnaði síðar fyrirtækið Stálborg ásamt fleirum, hann var vel metinn í fyrirtækinu og sagður góður stjórnandi.

Upp úr hádegi laugardaginn 30.nóvember árið 1968 fór Magnús frá heimili sínu á Volkswagen bifreið sinni. Hann ætlaði að hjálpa vini sínum, Guðmundi Marinó Þórðarssyni en hann bjó í Fossvogi. Magnús sagði eiginkonu sinni að hann kæmi heim í kvöldmat. Guðmundur segir þá hafa og talað saman um stund og að Magnús hafi síðar hjálpað honum með bókhald. Guðmundur segir Magnús hafa hagað sér eðlilega og farið heim um sjö, þá var ferð hans heitið heim til síns í kvöldmat.

Vitni segir frá því að hann hafi séð bíl Magnúsar hjá söluturninum við Kópavogsbraut, ekki langt frá heimili hans. Klukkan átta um kvöldið tók fjölskylda hans eftir því að bíll Magnúsar var í innkeyrslunni en hann sjálfan var hvergi að sjá. Bíllyklarnir voru í læsingu bílstjóramegin.

Stuttu síðar var lögreglu gert viðvart og var leit hafin um leið. Aðstæðurnar þóttu óeðlilegar enda var Magnús þekktur fyrir að vera stundvís.

- Auglýsing -

Mikill mannskapur var við leitina að Magnúsi ásamt bátum og flugvélum. Aldrei fannst Magnús, né neitt sem tengdist honum. Um tíma var velt uppi þeim möguleika að Magnús hafi farið um borð í þýskt skip sem var í Reykjavíkurhöfn en rannsókn leyddi í ljós að ekkert benti til þess.

Þann 4.desember var leit að Magnúsi formlega hætt. Magnúsar er því enn saknað. Hvarf Magnúsar telst með þeim furðulegri sem orðið hafa á Íslandi og er líkt og jörðin hafi gleypt hann. Aldrei fór nein rannsókn fram á því hvort um saknæmt athæfi hafi getað átt sér stað.

Þessi baksýnisspegill er endurbirtur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -