Mánudagur 28. október, 2024
4.4 C
Reykjavik

Ekið á gangandi vegfaranda: „Hendur mínar döngluðu af húddi bílsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hendur mínar döngluðu einhvern veginn af húddi bílsins og speglinum bílstjóramegin og frambrettið fór utan í mig af ótrúlegu afli,“ lýsir Birkir Fjalar Viðarsson sem fylgdi börnum sínum venju samkvæmt í grunnskóla í morgun. Hann hafði nýlega kvatt þau og var fótgangandi á leið heim. Þegar Birkir Fjalar gekk yfir gangbraut á horni Hátúns og Sólartúns hann er ekinn niður af ökumanni jepplings.

„Ég kastaðist til hliðar, fór í flottan kollhnís,“ segir Birkir sem komst að því er virðist ótrúlega vel frá atvikinu. Birki var brugðið og segir fyrstu viðbrögð sín að spretta á fætur og láta bílstjórinn heyra það.

„Ég krafðist þess af ökumanninum að hann færi heim og segði fólkinu sínu frá því sem gerðist og gengi úr skugga um að fólkið hans lærði af þessu,“ segir Birkir Fjalar og bætir við að nú hafi farið vel.

Sér á þér eða telurðu að þú hafir sloppið með skrekkinn?

„Ég slapp ansi vel. Sér ekki á mér, held ég. Á eftir að afklæðast. Hef verið önnum kafinn að tala við fólk eftir atvikið. Mig langar mest að taka til heima hjá mér og hlusta á þungarokk. En jú, smá aumur í mjóbaki og hálsi,“ svarar Birkir Fjalar og bætir við að hann telji sig samt ljónheppinn. „Ég vil vera heill fyrir börnin mín. Þannig að ég er mjög þakklátur að ekki hafi farið verr.“

Birkir segir eitt það fyrsta sem komið hafi í huga hans hafa verið börnin sín og annarra: „Börnin eru það dýrmætasta.“ Hann vill koma því á framfæri að ábyrgðin liggi ekki eingöngu á fótgangandi að passa sig á umferðinni og hvað þá að velta ábyrgðinni yfir á börnin. „Ef þú ekur um íbúðarhverfi á bíl þá áttu alltaf að fara varlega því að gangandi og hjólandi vegfarendur eru ekki í bíl. Þetta er svo augljóst,“ segir Birkir Fjalar.

- Auglýsing -
Birkir Fjalar Viðarson með dóttur sinni á góðum degi. Mynd/aðsend

Atvikið verður tilkynnt til lögreglu

Aðspurður hvort að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglunnar svarar Birkir: „Ég hringdi en þau segja mér að þetta sé ekki skráð nema ég komi niður á stöð.“

Hyggstu gera það?

- Auglýsing -

„Algjörlega. Ég hvet fleira fólk sem lendir í svipuðu til að gera það sama. Það virðist bara verið tekið mark á tíðnitölum og tölfræði. Ég mun tilkynna atvikið ekki til að koma ökumanninum í steininn, – heldur svo þetta sé til í gögnum lögreglunnar.“

Sár reynsla

Birkir Fjalar vill að akandi vegfarendur virði tilteknar hraðatakmarkanir og gæti að sér þegar ekið er um íbúahverfi bæja og borgar. Þegar Birkir var í fyrsta bekk í grunnskóla varð hann vitni þegar bíl var ekið á vin hans:

„… ég sex ára gamall. Ég og vinir mínir heyrðum skólabjölluna klingja hátt og þá var tími til að hlaupa inn í skóla úr frímínútunum. Við hlupum yfir götuna. Jeppi ók á vin minn sem var fimm ára. Hann lést af sárum sínum skömmu síðar. Ég hugsa oft um hann. Hann var skemmtilegur drengur.“

Í lokin bendir Birkir á mikilvægi þess að atvik sem þessi séu rædd. Að breyta þurfi hugsunarhættinum og menningunni: „Þó það væri ekki nema til að bjarga einu barni frá því að stórslasast, örkumlast eða deyja.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -