Föstudagur 17. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ekkert ferðaveður á morgun: „Með þessum stormi fylgir snjókoma og svo hlýnar með rigningu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í nótt gengur í suðaustanstorm, en hann ætti nú ekki að hafa mikil áhrif á fólk því það er eiginlega bara yfir hánóttina sem hann gengur yfir,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni í samtali við RÚV.

Daníel heldur áfram: „En með þessum stormi fylgir snjókoma og svo hlýnar með rigningu þannig að í fyrramálið þegar fólk fer af stað gætu vegir víða verið mjög hálir þó stormurinn sé genginn yfir þá er enn þá að bráðna af honum í suðvestanáttinni og skúrunum sem eru þá í fyrramálið.“

Að sögn Daníels mun veðrið ekki skána mikið með deginum.

„Vindurinn er hvað minnstur í fyrramálið en síðan þegar líður á daginn kólnar með éljagangi á fjallvegum, þá einkum á vesturhelmingi landsins og það verður blint þar og þá líka snarpar vindhviður við fjöll á norðvesturhluta landsins. En það verður nú eitthvað skárra hér suðvestantil hjá okkur í höfuðborginni,“ segir Daníel.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -